fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Gabriela Líf greindist með alvarlegt þunglyndi og kvíða – „Þá var gríman alltaf sett upp“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 31. maí 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er búin að byrja á þessari grein alltof oft og hún er búin að vera opin í tölvunni lengi. Ég á nefnilega mjög erfitt með að fara aftur á þennan stað sem ég var á og hugsa um hvernig mér leið á þessum tíma.

Fyrir nokkrum árum greindist ég með alvarlegt þunglyndi og kvíða. Ég vissi alltaf að það væri eitthvað að en það var ekki fyrr en unnusti minn hvatti mig til að leita mér hjálpar sem eitthvað fór að gerast. Ég fór til heimilislæknis og hann lét mig fá einhvern staðlaðan spurningalista um þunglyndi og þar kom síðan fram að ég þyrfti á hjálp að halda. Ég fann mér sálfræðing sem mér leist vel á og pantaði fyrsta tímann.

Ég var ótrúlega kvíðin fyrir fyrsta tímanum og fann allar afsakanir í heiminum til þess að mæta ekki. Á endanum fór ég, en með mjög neikvætt hugarfar og var sko alveg tilbúin fyrir það að þetta myndi bara vera einhver tóm vitleysa.

Ég byrjaði á því að kynna mig og segja hvað amaði að, sálfræðingurinn lét mig taka tvö stöðluð próf, eitt fyrir þunglyndi og annað fyrir kvíða. Hún tók baksöguna mína og spurði svo hvað það væri sem hefði fengið mig til að koma hingað í dag. Það var ýmislegt í gangi á þessum tíma sem hafði vakið upp gamlar minningar og taldi ég það hafa “orsakað” þunglyndið. Eins og ég sagði hér að ofan var ég svo greind með alvarlegt þunglyndi og kvíða.
Við tók mikil sálfræðimeðferð, ég mætti tvisvar í viku til að byrja með og var hjá henni í rúm tvö ár. Í meðferðinni kom svo í ljós að ég hafði glímt við þunglyndi alla ævi en aldrei gert mér grein fyrir því. Við fórum í gegnum allt sem ég hafði gengið í gegnum og gerðum allskyns verkefni sem hjálpuðu. Hinsvegar fannst mér gríðarlega erfitt að fara í gegnum allt þetta og dagurinn sem ég fór til sálfræðingsins var alltaf mjög slæmur því mér leið svo illa eftir að hafa hugsað um þetta allt.

Þetta er árið 2013, hérna var ég á mjög slæmum stað og leit ekkert sérlega vel út

Á þessum tíma var ég á öðru ári í háskóla, ég var að vinna, átti kærasta, vini og fjölskyldu. Ég var ekki að ná að sinna neinu af þessu. Ég mætti hvorki í skólann né vinnuna, sinnti kærastanum mínum, vinum og fjölskyldu lítið sem ekkert. Ég talaði ekki við neinn nema það væri nauðsynlegt og þá var gríman alltaf sett upp. Ég forðaðist foreldra mína því ég vissi að þau myndu sjá í gegnum grímuna alveg eins og kærastinn minn. Það var í rauninni bara of mikið í gangi hjá mér til þess að ráða við þetta allt.

Ég fékk í rauninni tvö alvarleg þunglyndis„köst”, eins og ég kýs að kalla þau. Þau voru mjög ólík og kom seinna kastið mér virklega á óvart. Í fyrra skiptið var fullt að gerast sem ég taldi orsaka þunglyndið en í seinna skiptið var ekkert í gangi hjá mér, lífið gekk vel og ég hafði enga „ástæðu” til þess að líða illa. Það var í rauninni mun erfiðara.

Í dag hef ég ekki upplifað svona mikið þunglyndi eins og áður, ég fæ að sjálfsögðu svokallaðar lægðir þar sem mér líður ekki vel en ég get náð mér upp úr því sjálf. Það er ákveðin tækni sem ég nýti mér í dag sem ég lærði í sálræðimeðferðinni og það er að ef að ég finn að mér líður illa þá gef ég mér daginn til þess að líða illa. Ef ég vakna og ég finn að mér líður illa og þetta er alls ekki góður dagur fyrir mig þá hugsa ég: „Ok, ég ætla að gefa mér daginn í dag til þess að gera bara ekki neitt, sitja upp í sófa, horfa á þætti og ekki tala við neinn EN svo verður morgundagurinn betri”. Daginn eftir athuga ég svo hvernig mér líður og ef mér líður enn illa þá geri ég það sama aftur. En í 99% tilfella virkar þetta fyrir mig að taka mér bara einn dag og svo er morgundagurinn allt öðruvísi. Ef þessi vanlíðan fer svo yfir á marga daga þá veit ég að ég þarf aðstoð til að koma mér upp úr þessari lægð.

Var svo góð í að setja upp grímuna

Á þeim tíma sem ég var hvað verst þá man ég eftir að lesa endalaust af einhverjum listum eins og „10 hlutir til að koma sér út úr þunglyndi”. Ég las þetta alltaf, enda örvæntingarfull um að finna lausn á þessu hjá mér. Á þessum listum voru alltaf hlutir eins og hreyfing, hitta vinina, skella sér í göngutúr, hugsa jákvætt, sofa nóg en ekki of mikið, breyta mataræðinu, passa allt stress og margt fleira því tengdu. Ég skildi ómögulega afhverju ekkert af þessu virkaði. Ég gat ekki fyrir mitt litla líf farið út í göngutúr eða í ræktina, að hitta vinina eða fjölskyldu var ógerlegt og að reyna að hugsa jákvætt var bara ekki möguleiki.

Það sem margir vita ekki er að þegar viðkomandi er í djúpu þunglyndi þá virkar ekkert að segja bara „hey farðu á fætur og gerðu eitthvað”. Það sem kom mér mjög mikið á óvart var að líkaminn gjörsamlega lamaðist, bókstaflega. Ég gat ekki hreyft mig, ég átti erfitt með að fara á klósettið eða í sturtu ef ég þurfti þess. Þunglyndi er ekki einungis andlegt heldur hefur það talsverð áhrif á líkamann líka. Þessir listar sem birtast út um allt á mismunandi heimasíðum virka fyrir manneskju sem er að glíma við örlitla vanlíðan. Í dag virka þessi ráð, ef ég hreyfi mig, borða rétt og hitti vini og fjölskyldu reglulega næ ég að halda mér góðri en á þessum tíma þá voru þetta allt hlutir sem ég gat engan veginn gert.

Það sem fólk þarf að átta sig á og fræðast um er að þunglyndi kemur í mismunandi stigum. Allt frá vægu þunglyndi yfir í mjög alvarlegt þunglyndi. Fólk getur verið hvar sem er á skalanum og eru mismunandi meðferðir við því hvar fólk er statt.

Það sem skiptir mestu máli er að fólk sé meðvitað um hvernig þetta getur verið og hversu ótrúlega mikil áhrif þetta hefur á líf fólks. Einnig eitt sem ég komst að á þessum tíma er að fólk hefur alveg skilning fyrir svona þunglyndi en þegar að ég fékk annað „kastið” mitt þá voru margir sem skildu ekki, ég upplifði eins og fólk hugsaði: „bíddu var hún ekki búin að vera þunglynd?”. Eins og fólk haldi að þú fáir bara eitt svona kast, fáir hjálp, náir þér og þá sé það búið.

Það er svo ekki þannig og getur fólk fengið þunglyndisköst á mismunandi stigum í gegnum alla ævina, stundum þarf maður mikla hjálp við að komast í gegnum þau en stundum þá nær maður sér sjálfur upp úr þeim.

Ég vona að þetta fái fólk til þess að hugsa aðeins um þennan sjúkdóm, því þetta er í raun sjúkdómur – einkennin sjást bara alls ekki á manni!

Í dag er ég á mun betri stað en fæ þó talsverðar niðursveiflur sem ég er að vinna í.

Þangað til næst,
Gabriela Líf <3

Ef þið viljið fylgjast betur með mér þá er instagramið mitt HÉR
Snapchat: gabrielalif90

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Styttist í að stóra fíkniefnamálið komi fyrir dóm

Styttist í að stóra fíkniefnamálið komi fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu áhugaverða varatreyju Arsenal fyrir komandi leiktíð

Sjáðu áhugaverða varatreyju Arsenal fyrir komandi leiktíð
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Einar Stef ráðinn markaðsstjóri Blikk

Einar Stef ráðinn markaðsstjóri Blikk
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool og Manchester United áhugasöm – Talið að þetta veiti þeim forskot í baráttunni við erlend félög

Liverpool og Manchester United áhugasöm – Talið að þetta veiti þeim forskot í baráttunni við erlend félög
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.