fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Nunna verður fetish-drottning

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 29. maí 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tíu ár lifði Damcho Dyson einföldu lífi sem einkenndist af ástundun hugleiðslu og skírlífi. Hún var nunna og fékk meira að segja einu sinni að hitta Dalai Lama.
Þetta breyttist þó heldur betur þegar hún fór í nudd í ferð til Indlands og fann kynhvötina vakna á ný – núna er Damcho ekki lengur nunna, heldur fetish-drottning!


Hún yfirgraf tíbetska búddaklaustrið sem hún tilheyrði í Frakklandi, og núna eyðir hún helgum íklædd latex-fatnaði í fetishklúbbum.

Damcho, sem er 45 ára, sagði í viðtali við Sunday People: „Ég hafði verið skírlíf áratug, og nunnulífið gerði það að verkum að heili minn gat yfirgnæft mínar líkamlegu þarfir.“
Nuddið í Indlandsferðinni kom af stað einhvers konar hugljómun hjá Damcho. „Ég fann allt í einu fyrir lífsneistanum í líkama mínum og ákvað að þetta væri rétti tíminn til að yfirgefa klaustrið.“

Það var svo í London árið 2011 að Damcho gekk fram hjá verslunarglugga þar sem fetish-klæðnaði hafði verið stillt út, að hún áttaði sig á að gúmmí gæti veitt henni lífsfyllinguna sem Buddha gerði í eina tíð.
„Eftir tíu ár sem nunna var ég opin fyrir nýjum tækifærum, svo þegar ég kom auga á þessa verslun hugsað ég með mér „hví ekki?“ og ákvað að fara inn.“


Svarið blasti svo við í fyrsta sinn sem Damcho prófaði að klæða sig í latex.

„Ég fann fyrir svo miklu valdi. Latexið ýtir undir hinar kvenlegu línur og á einhvern hátt minnti það mig á helgiathöfnina sem tengdist því að klæðast búddistasloppnum þegar ég var nunna. Ég vingaðist við eiganda verslunarinnar, og hún kynnti mig fyrir latex-senunni. Mér fannst ég mjög djörf þegar ég mætti fyrst í latex-klúbb, en þegar ég sá fólkið sem þar var í latexi frá toppi til táar eða með gúmmígrímur, áttaði ég mig á að ég var í raun frekar pen.“

Damcho er heilluð af senunni og segir hana bæði áhugaverða og frelsandi. Sem nunna sór hún þess eið að eignast aldrei börn, en hún segist ekki sjá eftir neinu. Hún stundar nú doktorsnám með áherslu á helgisiði mannanna. „Ég ferðaðist um Himalaya-fjöllin og það gaf mér mikið, en núna er kominn tími til að halda ævintýrinu áfram á annarri braut,“ segir Damcho.
„Mér líður samt dálítið eins og óþekkri nunnu. En ég er miðaldra kona sem hefur alltaf haft áhuga á að tjá sig, svo því ekki á þennan hátt? Nú sveifla ég hárinu í stað þess að raka það allt af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.