Ef það sem hræðir þig mest við jóga er að prumpa óvart þegar þú ert að skipta um erfiðar stellingar þá hefur þú ekki séð geimverujóga. Harðkjarna jógafólk getur gert ýmislegt við líkamann sinn sem er frekar óhugnanlegt. Upphaflega kallast þessi tegund af jóga „Nauli,“ en hefur verið kallað „Alien Yoga“ samkvæmt Independent.
Þessi aldagamla jóga hreyfing, sem er nú vinsælt trend á Instagram, snýst í grunninn um að anda alveg út áður en þú „einangrar kviðinn“ og sýgur hann svo undir rifbeinin. Þegar þú sérð hreyfinguna þá áttu eftir að átta þig á af hverju þetta er kallað geimverujóga.
https://www.instagram.com/p/BSb6nMkDLnY/
Geimverujóga á að geta hjálpað við ýmislegt eins og meltingu og andlega heilsu en það er alls ekki fyrir byrjendur samkvæmt sérfræðingum. Þetta kemur fram á vef CBS.