Vonbrigði kalla oft fram vanlíðan og vonleysi. Það eru eðlileg viðbrögð. Þetta er ekki besta tilfinning í heimi, en óneitanlega hluti af litrófi lífsins. Við verðum fyrir vonbrigðum þegar væntingar okkar bregðast, óháð því hvort væntingarnar séu háleitar eða einfaldar. Vonbrigði eru nauðsynleg skilaboð sem þarf að taka mark á og fara eftir. Þau geta sagt okkur hvort væntingarnar séu að drífa okkur áfram til góðra verka eða almennt of háleitar og jafnvel úr takti við raunveruleikann.
Er verið að hlaupa hugsunarlaust eftir eigin sjálfsþótta í samskiptum við aðra? Þótt við séum ekki að fá það sem við viljum þarf það ekki endilega að þýða að verið sé að hafna okkur. Það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi og skoða eigin afstöðu til samskipta við aðra.
Að finna fyrir bakslagi og finna til vonleysis er hluti af þroskaferli og við þurfum að fínstilla okkar viðbrögð við allri vanlíðan. Við þurfum að bregðast við en um leið þurfum við að læra að sjá okkur í samhengi við aðstæður. Að sjá heildarmyndina en einblína ekki á okkur sjálf í aðstæðunum.
Við höfum tilhneygingu til þess að einbeita okkur einhliða að málum sem eru sprottin af okkar sterkustu þörfum. Okkur finnst gjarnan allt vera undir þegar við erum að huga að makavali, starfsframa, eignum eða valdskiptingu. Einkunn fyrir próf skiptir máli áður en það hefst og í nokkurn tíma eftir að einkunn fæst en eiginlega aldrei síðar. Nema þegar við festumst í sjálfhverfunni. Einhliða sýn setur mikla pressu á samskipti við aðra, sérstaklega þá aðila sem eru okkur nánir. Við stillum okkur einhliða undir og okkur finnst við tapa ef við fáum ekki það fram sem við ætluðum.
Ekki fóðra vonleysið lengi. Vanlíðan og vonleysi getur sprottið af huglægum og líkamlegum orsökum. Vonleysið virðist vera hluti af eðlilegu ferli þar sem hvíldin er notuð til að ná áttum og safna kröftum á svipaðan hátt og við virðumst gera eftir slys. Því einhliðari sem sýn okkar er, þeim mun meira verður áfallið og frekari líkur á sterkari vonleysisviðbrögðum.
Til að vinna sig úr vonleysinu og horfa bjartari augum á framtíðina er hægt að þjálfa sig í eftirfarandi atriðum
Heimildir: Pelusi, Nando. (2008). The Ups and Downs of Ambition. Psychology Today.May/June. Bls. 67.