Við höfum flest öll gerst sek um að sykra aðeins raunveruleikann á samfélagsmiðlum. Við eigum það til að draga upp glansmynd sem er ekki sönn eða finnast við knúin til að þykjast vera eitthvað annað en við erum, til að ganga í augun á öðrum. Eins og að taka mynd af eina hreina herberginu heima hjá okkur og merkja það með einhverjum myllumerkjum sem snúa að hreinu heimili og dugnaði. Eða klæða okkur upp í íþróttagallann til að taka sjálfsmynd í ræktarspeglinum eða farða okkur bara til að taka sjálfsmynd.
Ditch the Label og Boohoo tóku sig saman og gerðu myndband um algengustu lygarnar sem fólk segir á samfélagsmiðlum. Horfðu á það hér fyrir neðan og kannski kannast þú við að hafa gert eitthvað af þessum hlutum? Eða þekkir jafnvel einhvern sem gerir það?