fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024

Tara Margrét: „Nauðganir eru ekki slys“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 19. maí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fengum góðfúslegt leyfi Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur til að birta hér hennar innlegg í umræðuna um hið stóra límmiðamál sem hefur heldur betur litað samfélagsumræðuna undanfarna daga.

Takk Tara, og gjörðu svo vel:

Bara svona af því að þið eruð ekki búin að heyra nóg af stóra límmiðamálinu að þá bara vaaarð ég að setja nokkrar pælingar niður á blað. Sorrímemmig.

Tara Margrét – Mynd/Sigtryggur Ari fyrir Bleikt

Það sem mér finnst ekki standa uppúr umræðunni er deilan um hvort aðferðin sé réttlætanleg eða hvort hún geri meira gagn en skaða. Að mínu mati eru þessi aðferð aldrei réttlætanleg. En samt skil ég svo vel að konur upplifi að þær þurfi að verja líkama sína frá kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum, það er bara ekkert skrýtið við það. Það sem liggur þyngst á mér eru réttlætingarnar sem fólk notar til að sýna fram á að þessir límmiðar séu þarfaþing.

Dæmi eru: „Við spennum á okkur belti þegar við stígum uppí bíl”, „við notum hjálm þegar við förum út að hjóla”, „við skiljum töskurnar okkar ekki eftir á glámbekk” og „við læsum húsinu okkar til að koma í veg fyrir innbrot”.

Annarsvegar er um að ræða slys. Það sem einkennir slys er óvilji og stjórnleysi. Þessvegna köllum við þetta slys. Ef við myndum lenda í bílslysi eða detta af hjólunum okkar viljandi myndum við kalla þau atvik eitthvað allt annað en slys. Nauðganir eru ekki slys. Til þess að nauðga þarf einbeittan brotavilja. Það krefst þess að nauðgarinn hafi fulla stjórn á sér við að framkvæma brotið því hann vill það. Þetta er þessvegna engan veginn sambærilegt og það sem meira er, samlíkingin tekur ábyrgðina af gerendunum. Eins og þeir nauðgi fyrir slysni eða bara alveg óvart. Það er ekki rétt.
Hinsvegar er um að ræða samlíkingu á líkömum kvenna við dauða hluti. Líkami minn er ekki hurð, hvorki læst né ólæst. Líkami minn er ekki taska. Það að við skulum hlutgera líkama kvenna á þennan hátt er einmitt rót og staðfesting á nauðgunarmenningunni sem við búum við. Konur eiga bara að þola kynferðislegt áreiti og nauðganir vegna þess að líkamar þeirra eru einfaldlega ekki meira virði en það. Við vitum það vegna þess að það er stöðugt verið að bera þá saman við dauða hluti. Við eigum líkama okkar ekki sjálfar heldur geta karlar gert tilkall til þeirra hvort sem við viljum það eður ei. Vegna þess að þeir eru jafn mikils virði og dauðir hlutir. Þannig hafa nauðganir smám saman orðið náttúrulögmál en ekki samfélagslegt vandamál sem unnt er að uppræta. Nauðganir hafa verið meitlaðar í stein, rétt eins og slys og náttúruhamfarir.

Við eigum bara að búast við þeim eins og öllu öðru og tryggja okkur í bak og fyrir.

Það hryggir mig óendanlega að sjá konur taka þátt í þessari hlutgervingu á eigin líkömum. Það er fátt sem staðfestir betur hversu samdauna við erum nauðgunarmenningunni þegar helstu þolendur hennar taka virkan þátt í henni. Þegar þeim finnst bara fullkomlega eðlilegt að leggja líkama sína að jöfnu við töskuna sína. Persónulega ætla ég að sýna líkama mínum meiri virðingu en það…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Tilkynningum um mansal fjölgar

Tilkynningum um mansal fjölgar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dalvík/Reynir fær liðsstyrk frá Grindavík

Dalvík/Reynir fær liðsstyrk frá Grindavík
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sambandsdeildin: Breiðablik áfram eftir að hafa lent undir á Kópavogsvelli

Sambandsdeildin: Breiðablik áfram eftir að hafa lent undir á Kópavogsvelli
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sannfærðir um að stjarnan sé alveg búin að missa vitið: Birti stórfurðulegt myndband – Nýlega dæmdur fyrir að yfirgefa fjölskylduna

Sannfærðir um að stjarnan sé alveg búin að missa vitið: Birti stórfurðulegt myndband – Nýlega dæmdur fyrir að yfirgefa fjölskylduna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United staðfestir komu Leny Yoro

United staðfestir komu Leny Yoro

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.