fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Grillaður miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 21. maí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar sumar er að mæta til okkar er ekki seinna vænna en að koma með uppskriftir að dásamlegum grillréttum sem vekja lukku. Þessi uppskrift er einmitt þannig,  frábær og fersk. Kjúklingurinn sem við marinerum kemur dásamlega mjúkur og safaríkur af grillinu og gríska jógúrtsósan setur hér punktinn yfir i-ið.

Frábær og ferskur miðjarðarhafskjúklingur með grískri jógúrtsósu

Grillaður Miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu

Fyrir 3-4
900 g kjúklingalæri
10 hvítlauksrif, pressuð
1/2 tsk paprikukrydd
1/2 tsk allrahanda krydd (allspice)
1/2 tsk múskat
1/4 tsk kardimommukrydd
salt og pipar
5 msk ólífuolía
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
safi af 1-2 sítrónum


Grísk dill jógúrtsósa

1 hvítlauksrif, pressað
1 búnt ferskt dill, stilkarnir fjarlægðir og dillið saxað
350 g grísk jógúrt
1 msk ólífuolía
safi úr 1/2 sítrónu
hnífsoddur cayenne pipar
salt

  1. Gerið jógúrtsósuna með því að blanda saman hvítlauk, dilli, grískri jógúrt, ólífuolíu, sítrónusafa og cayenne pipar saman í matvinnsluvél. Blandið vel saman þar til þykk sósa hefur myndast. Bætið salt saman við ef þörf er á því. Geymið í kæli í amk eina klukkustund.
  2. Blandið því næst pressuðum hvítlauk, kryddum og 3 msk af ólífuolíu. Þerrið kjúklingalærin kryddblöndunni vel á þau. Setjið í ofnfast mót ásamt rauðlauk og sítrónusafa og 2 msk af ólífuolíu. Marinerið í 1 klukkustund eða lengur ef tími leyfir.
  3. Grillið kjúklingalærin á grillið og grillið þau á hvorri hlið í um 5-6 mínútur.
  4. Berið fram með jógúrtsósunni og salati með grísku salati með tómötum, ólífum og fetaosti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.