fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Ruglaður eftirréttur

Blaka
Laugardaginn 20. maí 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég veit að ég hljóma eins og biluð plata þegar ég þarf að lýsa þessum dásemdum á blogginu mínu (já, ég er mjög hógvær) en þessi eftirréttur er eitthvað sem maður getur töfrað fram með annarri en samt látið fólk halda að maður hafi staðið sveittur við eldavélina heilan dag til að tjasla þessu saman.

Þetta er sem sagt í einu orði tryllt. Brjálað. Ruglað. Og fyrst og fremst: Gott!

Hráefni

Búðingur

1bolli hrísgrjón

3 1/2bolli nýmjólk

1 vanillustöng

2 Nesbú-eggjarauður

1/2bolli rjómi

1/4bolli sykur

smá salt

100g grófsaxað hvítt súkkulaði

 

Nammimöndlur

1/2bolli möndluflögur

1 1/2 msk sykur

 

Nammibananar

1 banani

2msk sykur

 

Karamellusósa

1/2bolli púðursykur

1/2bolli rjómi

smá salt

2msk smjör

Leiðbeiningar

Búðingur

  1. Skafið úr vanillustönginni og setjið kornin og sjálfa stöngina í pott með mjólk og hrísgrjónum. Hitið yfir meðalháum hita líkt og um grjónagraut væri að ræða og leyfið að malla í 20 til 25 mínútur og hrærið við og við í grautnum.
  2. Blandið saman eggjarauðum, rjóma, 1/4 bolla af sykri og salti. Bætið því næst hvíta súkkulaðinu út í.
  3. Þegar grjónagrauturinn er tilbúinn er eggjarauðublöndunni bætt út í og suðan látin koma upp. Takið pottinn af hellunni þegar allt súkkulaðið er bráðnað. Takið vanillustöngina úr og hendið henni. Setjið í skálar og skreytið með möndlum, bönunum og karamellusósu.

Nammimöndlur

  1. Setjið sykur og möndlur á pönnu og hitið yfir meðalháum hita.
  2. Hrærið í þessu þegar sykurinn byrjar að bráðna þannig að hann karamelliseri möndlurnar vel.
  3. Setjið á bökunarpappír og leyfið möndlunum aðeins að jafna sig.

Nammibananar

  1. Skerið banana í sneiðar og veltið upp úr sykrinum.
  2. Takið sömu pönnu og möndlurnar voru hitaðar á og setjið bananasneiðarnar á hana.
  3. Hitið yfir meðalháum hita í um 2 mínútur á hvorri hlið. Setjið á bökunarpappír og leyfið að jafna sig.

Karamellusósa

  1. Setjið öll hráefni á sömu pönnu og þið eruð búin að vera að nota og bræðið saman yfir meðalháum hita í um 2 mínútur, eða þar til blandan er fallega brún og farin að þykkna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Segir liðum í Evrópu að gleyma hugmyndinni – ,,Hefur stækkað sitt vörumerki“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.