fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Erna Kristín: „Hættum að miða okkar veruleika við veruleika annarra“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 15. maí 2017 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín skrifaði pistil um ólíkan veruleika fólks og hvernig fólk á það til að metast um þreytu, veikindi, vinnuálag og aðra svipaða hluti. Erna fékk oft að heyra þegar hún kvartaði undan þreytu áður en hún eignaðist son sinn, að hún mætti ekki vera þreytt því hún væri ekki með barn. Henni finnst það ekki skipta neinu máli hver staða fólks er, það hafa allir rétt á sinni þreytu og sínum veruleika. Erna birti pistilinn fyrst á Króm.is og fengum við hjá Bleikt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar.

Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hversu ósanngjart það er að metast um þreytu, veikindi, vinnuálag og framvegis. Áður en ég eignaðist Leon Bassa fékk ég oft að heyra þegar ég var þreytt frá þeim sem áttu barn: „Prófaðu að vera líka með barn og þá máttu byrja að vera þreytt.“ Núna í dag er ég með barn en fæ enn þá að heyra þegar ég kvarta undan þreytu:

„Já vertu nú ánægð að vera bara með eitt barn, prófaðu að vera með þrjú og þá máttu byrja vera þreytt.“

Við höfum öll okkar veruleika, það í raun skiptir ekki máli hverju það tengist. Eftir að ég áttaði mig á þessu þá hef ég tekið þetta með mér inn í hvern einasta dag í mínu lífi. Ég á vinkonur sem eru barnlausar, þær mega alveg vera þreyttar. Ég er ekki að benda þeim á að ég er sko með barn og því er ég þreyttari en þær. Í þeirra veruleika er þetta þannig og í mínum er þetta svona. Það er ekki hægt að metast um veruleika, því hin manneskjan hefur ekki upplifað sama veruleika og þú og þú ekki hennar.

Ég hugsa til dæmis oft þegar Leon Bassi er að missa sig yfir krumpuðum sokk í skónum eða þegar Anja er miður sín yfir einhverju sem fyrir mér er svo mikið smáatriði. Í þeirra veruleika er þetta stórt, þau hafa ekki upplifað meira. Krumpan í sokknum hans Leons Bassa er líklega það mest pirrandi sem hann hefur upplifað og rifrildi við vinkonur hjá 10 ára stelpum getur látið þeim líða eins og veröldin sé að hrynja því þær hafa aldrei upplifað slíkt áður.

Við verðum að fara læra að taka mark og sýna öllum veruleikum tillit. Hætta að miða okkar veruleika við annan veruleika. Ég man að ég var oft meira en úrvinda í Háskólanum áður en ég átti Leon Bassa og það leiðinlegasta sem ég fékk að heyra var:

„Prófaðu að vera í námi með barn og þá máttu byrja að kvarta!“

Hafði ég ekki rétt á að vera þreytt í háskólanámi nema ef ég ætti barn? Núna er ég í háskólanámi með barn og á vinkonur í sama námi sem eru ekki með barn. Ég ber virðingu fyrir þeirra veruleika og ef þær þurfa pústa vegna þreytu og bugunar þá gusa ég ekki yfir þær að ég sé sko með barn og því mun þreyttari en þær. NEI. Vegna þess að þeirra veruleiki er svona og því hefur þeirra upplifun á lífinu alveg jafn mikinn rétt á sér og mín og það sama gildir um þær sem telja sinn veruleika erfiðari.

Það er alltaf hægt að finna einhvern sem er að gera meira, með fleiri börn, í lengri vinnu og meira námi sem toppar þinn veruleika. En það er ekki hægt að hugsa svona. Það verða allir að fá að pústa, kvarta undan þreytu og fá stuðning hvort sem það er ekkert barn á heimilinu eða tíu börn. Ég get talið upp fleiri dæmi en ég ætla ekki að gera þetta að ritgerðarefni, því ætla ég frekar að endurtaka mig og segja að það er einfaldlega ósanngjarnt að metast um þreytu, veikindi, vinnuálag og framvegis.

Styðjum frekar náungann, æfum okkur að hlusta og láta ekki alltaf hlutina snúa að okkur sjálfum með því að segja:

„Nei sko ég er mun þreyttari en þú vegna þess að ég…“

Sýnum tillit og verum til staðar fyrir alla veruleika sem eiga jafn mikinn rétt á sér og þinn eigin veruleika. Hér á myndinni fyrir ofan má sjá þegar ég kláraði B.A ritgerðina mína með barn, það tók á og ég var þreytt. Vinkona mín kláraði sína barnlaus, það tók á og hún var þreytt, önnur vinkona mín kláraði sína með 2 börn, það tók á og hún var þreytt.

Ég er í mínum veruleika og þær í sínum, þeir eiga allir jafn mikinn rétt á sér.


Erna Kristín er höfundur pistilsins sem birtist fyrst á Króm.

Fylgstu með Ernu á Snapchat og Instagram: Ernuland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Bendir á sláandi tölur um kaupmátt á Norðurlöndunum – „Það er dýrt að vera Íslendingur“

Bendir á sláandi tölur um kaupmátt á Norðurlöndunum – „Það er dýrt að vera Íslendingur“
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Össur: Snorri er kjarklítill og flýr af hólmi

Össur: Snorri er kjarklítill og flýr af hólmi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

KSÍ auglýsir laust starf og konur eru beðnar sérstaklega um að sækja um

KSÍ auglýsir laust starf og konur eru beðnar sérstaklega um að sækja um
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu hið meinta atvik þar sem David Coote og vinur hans eiga að hafa lagt á ráðin

Sjáðu hið meinta atvik þar sem David Coote og vinur hans eiga að hafa lagt á ráðin
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjargaði eiginkonu sinni og barni frá því að deyja – Töpuðu öllum sínum verðmætum

Bjargaði eiginkonu sinni og barni frá því að deyja – Töpuðu öllum sínum verðmætum