fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Kálfaklór og kynþokki á fyrra undankvöldi Júróvisjón

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 11. maí 2017 17:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var heilmikið um að vera á Júróvisjon-sviðinu í Kænugarði á þriðjudagskvöldið þegar fyrri undanriðillinn fór fram. Við litum á það sem okkur fannst standa upp úr!

Kvöldið hófst auðvitað á sprengju þegar sænska sjarmatröllið Robin Bengtson skrúfaði kynþokkann í botn strax á fyrstu sekúndunum lags síns, kveikti á litlu brosi og horfði beint inn í hjörtu áhorfenda!

Robin Bengtson – Mynd: Youtube

Í kjölfarið hófst skikkjusýning sem lauk eftir að skikkjan hennar Svölu blakti undir kraftmiklum söng hennar. Tvær skikkjur voru hvítar, hjá Svölu og Linditu frá Albaníu en hin georgíska Tamara skartaði rauðri skikkju. Allar sátu þær eftir og því spurning hvort það sé vísbending fyrir skikkjur seinna undankvöldsins!


Það er ekki oft sem flytjendur á júróvisjon-sviðinu standa kyrrir enda snýst júróvisjon mikið um dans, bros og gleði! Fyrri undanriðilinn í ár bauð okkur þó upp á tvær konur, báðar í svörtum síðkjól, sem stóðu grafkyrrar allar 3 mínúturnar sem þær höfðu á sviðinu. Þetta voru auðvitað þær Leena frá Finnlandi og Blanche frá Belgíu.


Kýpverjar voru greinlega innblásnir af skapstóru ítölsku Línunni en þeir læddust um á línu á sviðinu og áttum við allt eins von á því að sjá höndina koma, stroka línuna út og teikna eitt stykki kameldýr fyrir þá!


Og svona rétt á meðan Kýpverjarnir léku sér á línunni ákváðu Grikkir að hafa með sér tvo polla sem dansararnir þeirra gátu leikið sér í!

Mynd: eurovision.tv

Þá hefur það nú líklega aldrei gerst áður að þrír karlmenn klóra sér á kálfanum á sama tíma eins og vinir okkar í Sunstroke Project gerðu.

Moldóvar klóra sér. Mynd: Youtube

Magnaðasta augnablikið var þó þegar salurinn hljóðnaði þegar Salvador frá Portúgal steig á svið og söng gullfallega lagið sitt Amar Pelos Dois.

Mynd: Youtube

Seinni undanriðilinn mun án efa bjóða upp á margskonar eftirminnileg atriði og bíðum við spenntar að sjá hvað gerist í kvöld!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara

Juventus hefur áhuga og Chilwell líklegur til þess að fara
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.