Þessi pastauppskrift er ein af uppáhalds pastaréttum mínum. Hún kemur úr smiðju The Pioneer Woman sem er haldið út af Ree Drummond sem er mjög vinsæll matarbloggari. Ég get svo næstum þvi svarið það að allt sem ég hef bragðað úr hennar smiðju er dásemdin ein.
Uppskriftin sem hér birtist er frábær pastaréttur í rjómasósu með basil og risarækjum. Hann er eins og svo margar uppskriftir á síðunni ofureinfaldur og tekur stuttan tíma í gerð.
Að gæða sér á risarækjum er að mínu mati alltaf frekar sumarlegt sem á aldeilis vel við á þessum fallega sólskinsdegi. Það myndi ekkert skemma fyrir ef hann væri borinn fram með kældu hvítvíni. Góða helgi og munið …að njóta!
500 g hágæða penne pasta, t.d. frá Jamie Oliver (fæst í Krónunni)
500 g risarækjur
2 msk smjör
2 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð
120 ml hvítvín
420 g maukaðir tómatar
240 ml rjómi
hálft búnt steinselja, fersk
6 basil lauf, skorin
salt og pipar