Rice Krispies bitar sem eru ofureinfaldir í gerð og ótrúlega góðir. Ég á í raun erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessu sælgæti. Hvet ykkur bara til að prufa sjálf, smakka og njóta með góðri samvisku. Gaman væri síðan að heyra hvernig ykkur líkaði.
Það þarf einungis 5 hráefni: poppað kínóa, hnetusmjör, kókosolíu, hlynsýróp og lífrænt kakó.
Uppskriftin er passleg í 20 form
60gr poppað kínóa
35gr lífrænt kakóa
6 msk hlynsýróp
5 msk kókosolía
2 msk hnetusmjör
lítil kökuform
Aðferð:
Setjið allt í pott nema kínóaið. Bræðið saman við vægan hita. Takið af hitanum, bætið poppaða kínóa saman við og hrærið vel þannig að súkkulaðiblandan þekji allt kínóaið. Setjið í lítil form og kælið 20 mínútur. Þessa uppskrift má líka nota til að gera t.d kökubotn, þá er blandan sett í kökumót eða fat, svo er hægt að þekja hana með banasneiðum, þeyttum rjóma og karamellusósu.
Njótið vel!