fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Stattu upp!

doktor.is
Laugardaginn 6. maí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við sitjum allt of mikið við vinnu og heima. Þegar setið er lengi við tölvu, skrifborð eða fyrir framan sjónvarp hægir á líkamsstarfseminni, orkunotkun líkamans verður nær því sem er í hvíld og vöðvar rýrna. Rannsóknir sýna að kyrrseta eykur líkurnar ótímabærum dauðsföllum vegna aukinnar hættu á hjarta-og æðasjúkdómum, sykursýki, offitu og ýmsum krabbameinum.

Því miður virðist reglubundin hreyfing, nokkrar klukkustundir á viku t.d. í líkamsræktinni eða sundi ekki duga til að vinna upp skaðsemi þess að sitja lengi við vinnu. Þol og styrktaræfingar eru þó nauðsynlegar til að auka úthald og byggja upp vöðva.  Hreyfingin þarf að vera jafnari yfir daginn.

Landlæknir mælir með að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn  t.d. 10-15 mínútur í senn. Með því er átt við t.d. röska göngu, ganga tröppur eða hjóla. Því til viðbótar er æskilegt að stunda líka erfiða hreyfingu að minnsta kosti tvisvar í viku (20-30 mínútur í senn) því það viðheldur og bætir enn frekar þol, vöðvastyrk, liðleika, jafnvægi og beinheilsu.

Best er að temja sér að sitja sem minnst og nota hvert tækifæri til að hreyfa sig. Ef setið er við tölvu ætti að standa upp á 30 mínútna fresti, ganga um og teygja úr sér. Ganga til vinnufélaga í stað þess að senda tölvupóst, ganga um þegar talað er í síma, nota hækkanleg borð og standa við vinnu, taka alltaf stigann í stað lyftu og fara jafnvel 1-2svar yfir daginn upp og niður stigann ef það er hægt, fara reglulega fram og fylla á vatnsglasið og hafa ruslatunnuna staðsetta þar sem þú þarft að standa upp til að nota hana. Nota hádegishlé til að fara aðeins út.

Fyrir utan vinnu skaltu líka venja þig á að hreyfa þig. Leggja bílnum aðeins lengra frá, labba í vinnu ef tækifæri er til, fara í stuttan göngutúr þegar heim kemur og dansa þegar það kemur gott lag í útvarpinu.

Hreyfing þarf ekki að vera tímafrek, þetta snýst allt um viðhorf og vana auk þess að sjá tækifærin í kringum sig.

Höfundur greinar:

Guðrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester City og Tottenham – De Bruyne á bekknum

Byrjunarlið Manchester City og Tottenham – De Bruyne á bekknum
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.