fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025

Kendall Jenner og A$AP Rocky staðfestu samband sitt á Met Gala

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. maí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hingað til hafa legið í loftinu miklar vangaveltur og tilgátur um mögulegt samband Kendall Jenner og A$AP Rocky. Oft hefur sést til þeirra saman, eins og þegar þau fóru að versla og deildu fallegum augnablikum þar sem þau sjást horfa gagntekin á hvort annað.

En nú telja slúðurmiðlar vestanhafs að þau hafi staðfest samband sitt á Met Gala. Hvorugt hefur tjáð sig opinberlega um sambandið í fjölmiðlum en á Met Gala sást greinilega til þeirra þar sem þau voru ástúðleg við hvort annað. Eitt skiptið eru þau í innilegum faðmlögum og A$AP Rocky með hendurnar á rassinum á Kendall á meðan Kylie Jenner tekur mynd af þeim. Kim Kardashian deildi þeirri mynd á Snapchat, svo það er hægt að draga þá ályktun að þetta hafi verið þeirra lúmska leið til að staðfesta sögusagnirnar.

Kendall Jenner deildi einnig tveimur myndum af henni og Bellu Hadid á Instagram. Þar sést greinilega að hún er á milli fótanna á A$AP Rocky.

https://www.instagram.com/p/BTnC_VZj36k/

Hér sést á mynd frá Met Gala að þetta sé A$AP Rocky sem situr á bak við hana.

Kendall Jenner hefur ólíkt systrum sínum verið dugleg að halda einkalífinu sínu leyndu og tjáir sig mjög sjaldan um hvern hún er að hitta eða í sambandi við. Hún sagði í viðtali við Harper‘s Bazaar að hún muni aðeins tala um einkalíf sitt við fjölmiðla þegar sambandið er orðið alvarlegt.

„Ég er ekki að giftast neinum. Ég er ekki trúlofuð. Það er ekkert langtíma eða alvarlegt eins og það í lífi mínu. Ef ég er ekki alveg, alveg með einhverjum, af hverju ætti ég að tjá mig opinberlega um það við alla aðra? Ef ég veit ekki einu sinni sjálf hvað þetta er, af hverju ætti ég að láta heiminn vita?“

Hún bætti því við að ef hún ætti kærasta mundi fólk örugglega segja alls konar hluti sem mundi gera það að verkum að þau hættu saman.

Þau eru nú ansi krúttleg saman!

Við hlökkum til að fylgjast með þróun mála og óskum þeim góðs gengis!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan

Sjáðu myndina sem vakti heimsathygli – Allir fóru úr að ofan
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik

Mjólkurbikarinn: KR skoraði 11 mörk – FH er úr leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea ætlar að reyna að skáka Arsenal sem er í bílstjórasætinu

Chelsea ætlar að reyna að skáka Arsenal sem er í bílstjórasætinu
Matur
Fyrir 19 klukkutímum
Eðlan sú allra besta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“

Ekki bara dans á rósum að vera fótboltamaður – ,,Leyfa okkur ekki að vera sú manneskja sem við viljum vera“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.