fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Nýjungar ársins frá L‘Oreal Paris

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 2. maí 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf af nægu að taka í snyrtivöruheiminum hérlendis og um þessar mundir eru sölustaðir snyrtivörumerkjanna fullar af spennandi nýjungum. Það er þá ekki seinna en vænna að fara yfir brot af því besta sem er nú þegar komið í búðir. Hér sjáið þið þær nýjungar sem eru að vekja sérstaklega mikla lukku hjá aðdáendum L‘Oreal Paris

Infallible Fixing Mist

Þetta er án efa nýjungin sem á eftir að slá í gegn því lengi hefur vantar akkurat svona vöru frá L‘Oreal hér á Íslandi og margir beðið spenntir eftir þessu spreyi sem hefur áður fengist erlendis. Fixing Mistið setjið þið yfir húðina þegar förðunin er klár og með hjálp þess aðlagar förðunin sig betur að húðinni og hún endist lengur. Munið bara að hrista brúsann mjög vel fyrir notkun.

 

Miss Manga Baby Roll maskari

Þessi maskari er alveg glænýr hjá merkinu og kemur svakalega á óvart. Maskarinn er með gúmmíbursta sem er eins og hann sé snúinn en þannig nær maskarinn að lyfta augnhárunum frá augunum betur en aðrir og vegna formúlunnar haldast augnhárin uppi allan daginn. Með þessum er leikur einn að fá ýkt og glæsileg augnhár og svo er hann bara í svo fallegum umbúðum!

 

Color Correcting palletta

Color Correcting eða litaleiðrétting er nýja stóra trendið í förðunarheimum þessa dagana. Þessa töfra hafa heimsins bestu förðunarfræðingar nýtt sér í áratugi en nú er þessi tækni fáanleg fyrir alla og þetta er auðveldara en það lítur út fyrir. Litirnir í pallettunni eru allir kremkenndir, byrjið á því að grunna húðina með góðum primer og setjið svo græna litinn á roða, fjólubláa þar sem húðin er þreytt eða þið viljið aukinn ljóma. Húðlituðu tónana getið þið svo notað til að hylja og móta andlitið. Með hjálp svamps blandið litina inní húðina, mýkið útlínur þeirra og berið svo farðann yfir og litirnir hverfa og um leið óvelkomnu litirnir í ykkar húð. Svo auðvelt að þið verðið bara að prófa.

 

Glam Beige vörurnar

Glam Beige er ný lína frá L‘Oreal fyrir grunnförðun. Í henni finnið þið lituð dagkrem sem gefa húðinni létta áferð en svo sannarlega sólkysstan ljóma. Þetta eru vörur sem eiga heima í snyrtibuddunni þegar húðin er komin með frísklegan lit. Auk kremanna koma púður sem má nota yfir allt andlitið eða á hápunkta þess til að fá fallegan sólarlit.

 

Brow Xpert augabrúnablýantar

Augabrúnir… augabrúnir… augabrúnir – hvað er meira ómissandi til að fullkomna förðunina þessa dagana en einmitt þær. Nú eru komnir þríhyrndir augabrúnablýantar sem gefa mattan og flottan lit í brúnirnar. Með þessum flotta oddi er ennþá auðveldara að þétta, ramma inn og fylla inní augabrúnirnar. Það besta eru allir litirnir sem eru til í Brow Xpert en þeir eru fimm og aldrei áður hafa komið svona margir litir af einum augabrúnablýanti frá L‘Oreal Paris.

 

Aðrar spennandi vörur…

Auk þessara vara sem við teljum upp hér fyrir ofan má finna nýja maskara, primer og fullt af æðislegum eyelinerum og alls konar fleira girnilegt í stöndum L‘Oreal!

Endilega kíkið við á þann sölustað sem er næstur ykkur til að ná ykkur í eitthvað gómsætt til að bæta í snyrtibudduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.