fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Lindex opnar sérhæfða undirfataverslun á Laugaveginum

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 2. maí 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefjast framkvæmdir við fyrstu verslun Lindex í miðbæ Reykjavíkur þar sem heildarvörulína Lindex undirfatnaðar verður gerð skil með einstökum hætti. Þrátt fyrir að hafa starfað á Íslandi í hartnær 6 ár hefur fyrirtækið ekki haslað sér völl í miðbænum, þar til nú.  Verslunin er staðsett við hlið Ítalíu veitingastaðar, á Laugavegi 7 í hringiðu þess mikla fjölda fólks sem nú sækir miðbæinn heim.

„Við höfum um árabil skoðað ólíkar staðsetningar þar sem við eigum tækifæri til að bjóða gestum miðbæjarins upp á okkar tískuupplifun og erum einstaklega þakklát fyrir hversu vel hefur tekist í að finna stað fyrir þennan mikilvæga hluta okkar vörulínu,“ – segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Lindex hóf göngu sína sem undirfatafyrirtæki þar sem það var stofnað sem slíkt árið 1954 í Allingsås í Svíþjóð.  Fyrir rúmum þremur árum síðan urðu tímamót þegar Bravolution var kynnt til sögunnar og markaði upphafið að því að hjálpa konum að finna sitt uppáhalds snið brjóstahaldara og undirfatnaðar.  Í herferðunum sem hafa brotið aftur staðalímyndir um undirfataauglýsingar hefur starfsfólk og viðskiptavinir setið fyrir.  Síðastliðið haust var í Bravolution herferðinni fagnað vinskap og kærleika þeirra kvenna sem höfðu setið fyrir í herferðum áranna á undan og þeim boðið að bjóða vinkonum sínum að verða fyrirsætur í einn dag til að undirstrika þessa nýju nálgun.

Mæðgurnar Rikke og Jorunn

Í viðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins Nýtt Líf sagði Lóa Dagbjört um auglýsingaherferðirnar: „Mér finnst þetta skila sér í því að almennt eru konur ánægðari með sig og sinn líkama. Mín eigin viðmið hafa breyst og mér er ósjálfrátt farið að líða betur á undirfötum. Við erum allar svo ólíkar og fallegar á okkar eigin hátt. Við fáum yfirleitt að kynnast konunum sem sitja fyrir í auglýsingunum hjá Lindex og fyrir hvað þær standa. Þetta eru sjálfsöruggar konur sem vilja gefa af sér og ná markmiðum sínum. Það er nóg til þess að við sjáum fegurðina í manneskjunni og hún veiti okkur innblástur.“

Systurnar Monika og Viktorija

“Margar konur eiga erfitt með að finna undirfatnað sem passar þeim fullkomnlega. Með þessari byltingakenndu aðferð verður það mun auðveldara, fljótlegra og þægilegra fyrir viðskiptavininn að velja sér undirfatnað,“ segir Inger Lundqvist, hönnunar- og innkaupastjóri í undirfatadeild Lindex.

Verslunin mun með einstökum hætti bjóða upp á undirfatnað í umhverfi sem á sér ekki hliðstæðu þar sem um 130 fm. verða tileinkaðir þessu mikilvæga sviði Lindex auk þess sem hin vinsæla snyrtivörulína verður í boði ásamt aukahlutum.Í fyrsta sinn er frumsýnt nýtt útlit Lindex verslana á Íslandi en fyrirtækið hefur áður hlotið verðlaun fyrir hönnunina á verslunum sínum.

Útlitið sem lítur dagsins ljós hér á landi kom fyrst fram þegar fyrirtækið opnaði í London fyrir um tveimur árum síðan.Útlitið einkennist af björtum litum í bland við svart og viðaráferð sem gefur hönnuninni ótvírætt skandinavískt yfirbragð.  Til viðbótar er rauði liturinn ríkjandi í smáatriðum og í gegnum verslunina sem dregur fram einkenni vörumerkisins.

Verslunin opnar föstudaginn 19. maí og erum við á Bleikt mjög spenntar að sjá nýja og flotta útlitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.