fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Heimalagaðar ostaslaufur eins og þær gerast bestar

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 4. maí 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drengirnir mínir vita fátt betra en að gæða sér á ostaslaufu og hef ég fullan skilning á því. En mér hefur hinsvegar blöskrað verðið á þeim og því ákvað ég því að prufa að baka þær bara sjálf, en það hafði ég aldrei gert áður.  Við baksturinn studdist ég við uppskrift frá sjálfum meistaranum Jóa Fel sem birtist í uppskriftabók Hagkaups. Það er skemmst frá því að segja að þessi uppskrift er snilld og ostaslaufurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ég mæli svo mikið með því að þið prufið þessa dásemd.

Ostaslaufur ..betri en úr bakaraíi

Smyrjið skinkumyrjunni fyrir miðju deigs

Leggið deigið saman og snúið sárinu niður áður en þið skerið

Snúið upp á þessi krútt (þarf smá þjálfun í þessu „bear with me”)

Gæðið ykkur á þessari snilld!

Ostaslaufur

330 ml mjólk, fingurvolg

1 poki (11,8 g) þurrger

600g hveiti

2 msk sykur

1 1/2 tsk salt

60g smjör, brætt

Fylling

250 g skinkumyrja eða annars smurostur

mozzarella ostur, rifinn

Skraut
sesamfræ eða birkifræ (má sleppa)

  1. Hellið fingurvolgri mjólkinni í hrærivélaskál og bætið þurrgeri saman við og látið það leysast upp í mjólkinni. Setjið því næst hveiti, sykur, salt og smjör og hnoðið vel mjög hægt í 4 mínútur. Aukið hraðann í meðalhraða í aðrar 4 mínútur.
  2. Látið deigið hefast undir rökum klúti í um 45 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast á stærð.
  3. Fletjið út með kefli í 60×25 cm.
  4. Smyrjið ostinum á miðjuna (svo að hægt sé að leggja hliðarnar alveg yfir ostinnn), setjið vatn á endana og bjótið saman. Snúið deiginu með sárið niður. penslið deigið með vatni og sáldrið fræblöndunni yfir. Skerið í strimla og snúið til að mynda slaufur. Leggið á bökunarpappír og látið hefast i 45 mín.
  5. Setjið inn í  220°c heitan ofn í um 17-20 mínútur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför

Falk segir að Trent sé opinn fyrir brottför
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mbappe stoltur og hefur engar áhyggjur af númerinu – ,,Ég sé ekki hvað er á bakhlið treyjunnar“

Mbappe stoltur og hefur engar áhyggjur af númerinu – ,,Ég sé ekki hvað er á bakhlið treyjunnar“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.