fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Góð ráð við bílveiki

doktor.is
Mánudaginn 1. maí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílveiki er ein tegund af ferðaveiki (e. motion sickness) sem fólk getur fundið fyrir þegar það ferðast í bíl, flugvél, skipi, lest eða fer í tívolítæki. Ástæðan fyrir veikinni er sú að heilanum berast misvísandi boð frá hinum ýmsu skynfærum líkamans um stöðu hans og afleiðingin er vanlíðan.

Skynfærin sem nema og senda boð til heilans um stöðu líkamans og hreyfingar eru nokkur. Aðal jafnvægisskynfæri manna eru í inneyranu (kuðungnum). Þau eru tvenns konar, svokölluð stöðuhol (posi og skjóða) sem greina þyngdarsviðið og hröðun (breytt hreyfingarástand), og þrennar bogapípur sem stuðla að skynjun hringhreyfingar.

Í jafnvægisskynfærunum er vökvi sem færist til með hreyfingum líkamans og sveigir um leið skynhár á frumunum. Heilinn fær boð um bognun skynháranna og vinnur úr þeim upplýsingar um í hvaða átt líkaminn hreyfist.

Heilinn fær þó einnig upplýsingar frá augum, til dæmis um hvort við erum kyrr í samanburði við umhverfið. Þrýstinemar í húð senda heilanum upplýsingar um hvaða líkamshlutar snerta jörðina og nemar í vöðvum og sinum láta hann vita hvaða líkamshlutar hreyfast hverju sinni. Heilinn og mænan vinna úr öllum þessum mismunandi upplýsingum og túlka þær í heildarmynd af því sem er á seyði.

Ef upplýsingarnar sem heilinn fær samrýmast ekki finnum við fyrir ferðaveiki. Ef maður til dæmis situr í bíl og les bók senda skynfæri inneyrna boð um hreyfingu. Augun sjá aftur á móti aðeins kyrrstæða bók og senda boð í samræmi við það til heilans, það er að maður sé kyrr. Þessar upplýsingar samrýmast ekki og afleiðingin verður vanlíðan sem við þekkjum sem bílveiki.

Það sama á við ef við lendum í ókyrrð í flugi. Líkaminn er þá á hreyfingu en augun senda boð um að við séum kyrr þar sem þau skynja ekki hreyfinguna.

Í vægum tilfellum eru einkenni ferðaveiki órói og höfuðverkur en í alvarlegri tilfellum geta þau verið ógleði, uppköst, óeðlilega mikil svitnun og munnvatnsrennsli auk svima, kvíðatilfinningar og fölva í andliti.

Helstu ráð

Kvíði fyrir ferðaveiki áður en lagt er af stað gerir illt verra. Gott er að einbeita sér að fyrirbyggjandi aðgerðum. Hér eru nokkur ráð til að draga úr líkum á að fá ferðaveiki:

  • Sértu í flugvél eða skipi skaltu vera eins nálægt miðju rýmis og mögulegt er því þar er hreyfingin minnst.
  • Sértu í bíl skaltu hafa augun á sjóndeildarhringnum en ekki einblína á hluti sem þeysa fram hjá. Það gæti einnig hjálpað að sitja í framsætinu.
  • Snúðu fram frekar en aftur í bíl, skipi eða lest.
  • Ekki sitja hjá eða tala við fólk með ferðaveiki; það eykur að öllum líkindum kvíða þinn.
  • Forðastu lestur á meðan á ferðinni stendur.
  • Borðaðu lítið í einu og sneiddu hjá brösuðum mat fyrir ferð og á meðan henni stendur. Ekki neyta áfengis og/eða annarra lyfja rétt fyrir eða á meðan á ferð stendur.
  • Rannsóknir hafa sýnt að engifer getur dregið úr áhrifum ferðaveiki. Taktu engifertöflur eða tyggðu ferska engiferrót eða engifersælgæti. Piparmynta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Annar möguleiki er að taka andhistamínlyf. Mörg slík fást án lyfseðils. Oft þarf að taka slík lyf um klukkutíma fyrir brottför og geta þau valdið sljóleika. Slík lyf duga vel fyrir styttri ferðir.
  • Lyf gegn ógleði koma einnig til greina, þar á meðal eru skópólamínplástrar. Sum þessara lyfja fást án lyfseðils. Plástrarnir eru settir bak við eyrað og geta dugað í allt að þrjá daga. Helstu aukaverkanir eru sljóleiki og munnþurrkur. Fólk með gláku og þeir sem eiga erfitt með þvaglát ættu ekki að nota slík lyf.

Sé ferðaveiki þín alvarleg eða ofantalin ráð hjálpa ekki skaltu ræða við heimilislækni þinn um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mbappe stoltur og hefur engar áhyggjur af númerinu – ,,Ég sé ekki hvað er á bakhlið treyjunnar“

Mbappe stoltur og hefur engar áhyggjur af númerinu – ,,Ég sé ekki hvað er á bakhlið treyjunnar“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Höskuldur brattur fyrir mikilvægan leik – „Kemur ekkert annað til greina en að keyra yfir þetta“

Höskuldur brattur fyrir mikilvægan leik – „Kemur ekkert annað til greina en að keyra yfir þetta“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er til í að skoða það að fá Davíð aftur í Breiðablik

Er til í að skoða það að fá Davíð aftur í Breiðablik
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.