Ómæ… það sem ég elska góðan mat, gott pasta og já… aspas. Settu ferskan aspas í mat og ég mun elska hann. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað mér finnst um þennan gúrm pastarétt sem inniheldur basilpestó, sólþurrkaða tómata, mozzarella og grillaðan aspas. Þvílíkt “match made in heaven” sem þessi blanda er. Rétturinn er tilbúinn á 15 mínútum og þar sem helgin er að nálgast er um að gera að skella hvítvíni í kælinn og njóta.
Athugið að í þessa uppskrift má notast við hvaða pastategund sem heillar. Ég var í stuði fyrir spaghetti að þessu sinni.
250 g spaghetti, t.d. frá Jamie Oliver
500 g ferskur aspas, neðsti hlutinn skorinn frá
2 msk ólífuolía, t.d. Jamie Oliver olive oil
sjávarsalt og pipar
1/2 bolli basil pestó, t.d. frá Jamie Oliver
1/3 bolli sólþurrkaðir tómatar, t.d. frá Jamie Oliver
1/3 bolli ferskur mozzarella, skorinn í teninga