Ofþjálfun er sjúklegt ástand sem hvaða manneskja, sem stundar einhversskonar íþrótt, getur lent í. Hvort sem um er að ræða byrjanda eða afreksmann. Of mikið álag í langan tíma getur leitt til ofþjálfunar. Við ofþjálfun verður til svokallað rákvöðvarof (rhabdomyolysis), en það verður þegar rákóttir vöðvaþræðir beinagrindavöðva brotna niður vegna utanaðkomandi skaða eða þegar orkubirgðir ná ekki að anna eftirspurn í rákvöðvafrumu.
[ref]http://www.pressan.is/heilsupressan/Lesa_heilsupressuna/hvad-er-ofthjalfun–rakvodvarof[/ref]