fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025

Vísindamenn finna G-blettinn í konum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 25. júní 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum.


Ítalskir vísindamenn hafa nú sett fram nýja kenningu, þess eðlis að G-bletturinn frægi, sé alls ekki lítið, afmarkað svæði, heldur hafi sumar konur óvenju þykkan skeiðarvegg og séu þar af leiðandi færar um að fá svonefnda skeiðarfullnægingu. Við rannsókn sína ómskoðuðu vísindamennirnir lítinn hóp kvenna. Tæplega helmingurinn hafði upplifað skeiðarfullnægingu en hinar konurnar fengu einungis fullnægingu við örvun snípsins. Rannsóknin leiddi í ljós greinilegan mun á þykkt skeiðarveggsins að framanverðu, sem sagt þeim hluta sem liggur upp að þvagrásinni og snípnum. Í þeim konum sem fengið höfðu skeiðarfullnægingu reyndist skeiðarveggurinn um 20% þykkri. Þykktin mældist að meðaltali 12,4 mm en í hinum konunum aðeins 10,4 mm.

Skeiðarveggurinn reyndist jafnþykkur alla leið og það voru því engin ummerki um neinn afmarkaðan blett sem gæti skýrt muninn á fullnægingunni. Ekki vita vísindamennirnir hvernig þykkt skeiðarveggsins geti haft áhrif á fullnæginguna, en geta sér þess til að limur karlmannsins örvi snípinn gegnum skeiðarvegginn og að áhrifin verði því meiri sem skeiðarveggurinn er þykkri.


Hér getur þú lesið fleiri greinar á Lifandi Vísindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beckham ætlar að reyna að sækja De Bruyne

Beckham ætlar að reyna að sækja De Bruyne
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea hefur ekki lengur áhuga á Osimhen – United sagt skoða málið

Chelsea hefur ekki lengur áhuga á Osimhen – United sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu þegar Karólína svaraði fyrir Ísland – Allt galopið á ný

Sjáðu þegar Karólína svaraði fyrir Ísland – Allt galopið á ný
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segja Ríkisendurskoðun halla réttu máli í yfirlýsingu sinni

Segja Ríkisendurskoðun halla réttu máli í yfirlýsingu sinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ein breyting á liði Íslands

Ein breyting á liði Íslands
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp

Óhugnaður í Bretlandi: 14 ára piltur og 12 ára stúlka sakfelld fyrir manndráp
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Bananalýðveldi í Kópavogi út af einræðistilburðum Ásdísar – „Tók sér vald sem hún hefur ekki“

Bananalýðveldi í Kópavogi út af einræðistilburðum Ásdísar – „Tók sér vald sem hún hefur ekki“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.