fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Magga er áhyggjufull – Hún er ósköp venjuleg, en kærastinn algjört beib!

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 20. júní 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæra Ragga

Ég er eiginlega alveg ráðþrota. Ég á frábæran kærasta, sætan og sexý. Stundum finnst mér hann allt of mikið beib fyrir mig því ég er ósköp venjuleg. Ég er 24 ára og hann 28. Hann er með sexpakk, hár og fríður, ég er skolhærð, aðeins of þung og með aðeins of lítil brjóst. Kannski á ég ekki að hugsa svona en þetta er að trufla mig aftur og aftur. Það ýtir líka undir þessar hugsanir að hann er byrjaður að tala um að prófa að fá aðra konu með í kynlífið okkar. Reyndar er þetta eitthvað sem hann talar um þegar við erum að stunda kynlíf og erum mjög æst og heit og það er greinilegt að svona tal æsir hann mikið. Ég veit að þetta gætu bara verið órar hjá honum en mér finnst samt grunsamlegt að þetta komi upp í hvert einasta skipti sem við stundum kynlíf. Ég er skíthrædd um að hann sé að meina þetta og jafnvel að hann hafi einhverja sérstaka stelpu í huga, einhverja blondínu með stór brjóst og fullkominn líkama.

Með kærri kveðju,

Magga Mús


Kæra Mús

Fyrst verð ég að minna þig á að kærastinn þinn er einmitt kærastinn ÞINN. Hann hefur kosið að vera með þér, litlu brjóstunum, öllum þínum kílóum og öðru sem þér fylgir. Það er afskaplega grunnt að velja sér kvonfang eftir brjóstastærð og ég er nokkuð viss um að það var ekki sixpakkinn sem gerði útslagið þegar þú ákvaðst að leyfa honum að verða kærastinn þinn. Þessar pælingar endurspegla því frekar bresti í sjálfsmati þínu, sem mig grunar nú að þú vitir vel. Taktu orð mín sem hvatningu til þess að vinna í því að byrja að meta sjálfa þig að verðleikum án þess að festast í pælingum um lítil brjóst og aukakíló. Vertu góð við sjálfa þig stúlka, leyfðu þér að breytast úr mús í ljónynju.

Þá eru það órar hins fríða manns. Svo skemmtilega vill til að í hverri einustu kynlífskönnun sem kemur út, hvort sem það er í Cosmó eða ársritum kynlífsrannsóknarstofnana, er þessi tiltekna fantasía sú langalgengasta hjá karlmönnum. Spurningin er bara hvort um hreina og klára fantasíu er að ræða eða hvort þeir mundu virkilega slá til ef aðstæður byðu upp á slíkt. Mig grunar að margir karlmenn í föstum einkvænissamböndum séu líklegir til að halda órunum í höfðinu, margir mundu eflaust fá vægt frammistöðukvíðakast ef þeir ættu skyndilega að þjóna tveimur gröðum kvenpersónum í einu. Langflestir eiga í fullu fangi með eina. Þess ber þó að geta að talsvert er um að fólk prófi þríhyrninga eða jafnvel ferninga einhvern tíma á lífsleiðinni. Sum pör lenda bölvuðum flækjum og veseni eftir svoleiðis tilraunir svo best er að undirbúa leikinn vel… ekki slá til í fylleríisrugli. En það er nú allur gangur á þessu eins og öðru sem viðkemur kynlífi.

Eins og svo oft áður í svörum mínum mæli ég eindregið með því að þú ræðir málið við kærastann þinn sæta. Segðu honum hvernig áhrif órar hans hafa á þig og spurðu hann hvort hann meini þetta virkilega. Ef í ljós kemur að hann langar í fleiri konur í raunheimum, þarf það alls ekki að vera merki um að hann langi minna í þig. Það er mannlegt (og kvenlegt) að langa í fleiri en einn kynlífsfélaga.

Ekki vera hrædd við svörin, það verður miklu betra fyrir þig að vita en að vera með endalausar vangaveltur um stöðu þína í sambandinu.

Gangi þér vel mín kæra,

Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.