Apple frumsýndi nýjasta hátalarann sinn á dögunum. Þetta er svokallaður „smart“ heimilishátalari, kallaður HomePod. Hljóðið í hátalaranum á að vera í hæstu mögulegu gæðum og hann hafa ýmsa aðra eiginleika en það er ekki það sem hefur vakið athygli netverja. HomePod kostar 350 Bandaríkjadollara, sem eru um 34 þúsund krónur.
Það sem hefur vakið athygli netverja eru líkindi hátalarans við klósettpappírsrúllu. Hér eru nokkur skemmtileg tíst sem Bored Panda tók saman. Ert þú sammála þessum samlíkingum?