fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Bráðsnjöll hugmynd móður hjálpar öðrum foreldrum að sýna börnunum sínum meiri þolinmæði

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 7. júní 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn á aldrinum eins árs til fimm ára geta reynt á þolinmæði allra foreldra, sama hversu geðgóðir þeir eru. Mömmubloggarinn Kelly Holmes kom með hugmynd sem hefur hjálpað foreldrum um allan heim að muna að sýna ungum börnum sínum meiri þolinmæði. Færsla Kelly hafði titilinn Hvernig þú hættir að verða reið mamma en þar sagði hún frá hárteygjuhugmynd sem hefur farið eins og eldur í sinu.

Mynd/Getty

Hennar markmið var að tala við börnin sín með sömu virðingu og góðmennsku og hún talar við eiginmanninn sinn. Líka þegar hana langar að vera reið yfir einhverju sem þau gerðu eða sögðu. Það eina sem þú þarft til þess að fylgja hennar ráðleggingum eru fimm hárteygjur.

Skref 1

Finndu fimm hárteygjur sem þú getur haft á úlnliðnumúlnliðnum án þess að það sé óþægilegt.

Skref 2

Þegar börnin þín vakna á morgnanna setur þú teygjurnar fimm á aðra höndina. Það er mikilvægt að setja þær ekki á fyrr en börnin eru vöknuð, svo þú munir betur eftir þeim. Þú getur alveg tekið þær af þér ef þú ert ekki nálægt börnunum þínum, eins og í skóla eða vinnu, en sett þær aftur á þig þegar þú kemur heim. Það er gott að venja sig á að taka þær af í lok dags þegar börnin sofna.

Skref 3

Í hvert skipti sem þú hvessir þig eitthvað við barnið þitt eða reiðist, þarftu að færa eina hárteygju yfir á hina höndina. Markmiðið er að enda daginn með allar teygjurnar á hendinni án þess að hafa fært þær yfir daginn. En hvað ef þú gleymir þér bregst við með hætti sem þú sérð eftir?

Skref 4

Ef þú gleymir þér getur þú náð einni teygju til baka með því að gera fimm jákvæða og einfalda hluti til þess að tengjast barninu betur. Kelly segir að rannsóknir sýni að fyrir hvert skipti sem þú átt neikvæð samskipti í sambandi þurfir þú fimm jákvæð samskipti til þess að jafna það út.

Mynd/Getty

Þetta virkar hvort sem þú átt eitt barn eða mörg, þú þarft samt bara fimm teygjur…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Atburðarásin gæti orðið hröð ef eldgos verður

Atburðarásin gæti orðið hröð ef eldgos verður
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn

Barcelona fær slæmar fréttir fyrir úrslitaleikinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þarf alltaf að vera vín?

Þarf alltaf að vera vín?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.