„Lamdi kærastinn þinn þig?“ „Þreifstu ekki restina af málningunni af andlitinu þínu?“ „Þú ert með varalit út um allt andlit.“ Þetta eru aðeins brot af því sem fólkið sem tók þátt í ljósmyndaverkefni fær að heyra reglulega. Linda Hansen er ljósmyndarinn á bak við verkefnið „Nevus Flammeus.“ Nevus Flammeus er einnig þekkt sem „vínar blettir“ (e. port-wine stain) en það er einkenni sem orsakar mismunandi liti í fæðingarblettum, allt frá ljós bleiku í dökk rautt. Í verkefninu tekur Linda portrett myndir af einstaklingum með þessi einkenni og hvetur fólk til að horfa fram hjá fæðingarblettinum og horfa á manneskjuna á bak við hann.
„Ég vil láta fólk horfast í augu við þetta,“ sagði Linda við Feature Shoot.
„Hversu lengi áttu að horfa? Þegar þú byrjar að sjá önnur smáatriði í myndinni? Nefið, hvernig fötin liggja. Öll litlu atriðin eru mjög mikilvæg. Þegar þú horfir nógu lengi á manneskjuna, þá er fæðingarbletturinn ekki áhugaverður lengur. Ég ber þetta saman við húðflúr: Það er forvitnilegt, sérstakur blettur með sögu. Það er fallegt. Hvernig stendur á því að þegar þú ert með blett frá náttúrunnar hendi, þá er það er ekki í lagi.“