Carolyn Hartz er amma og aðeins einu ári frá því að vera sjötug. Fyrir 28 árum síðan tók hún allan sykur úr mataræðinu sínu. Hún hætti að borða sykur eftir að hún greindist með sykursýki á byrjunarstigi. Hún notar núna efni sem heitir Xylitol í staðinn fyrir sykur.
Útlit Carolyn hefur vakið mikla athygli en hún þykir einstaklega ungleg og í hörkuformi. Sykurlausa mataræðið er ekki eina ástæða þess að hún lítur svona út að hennar sögn en hún hefur þó mikinn áhuga á reglulegri hreyfingu.
„Í fyrsta lagi verður þú að passa hvað þú setur upp í þig. Í öðru lagi verðurðu að hreyfa þig,“
sagði hún við News.com.au.
Þrátt fyrir það sem Carolyn segir um sykurlausa mataræðið og hvernig það hefur hjálpað henni að halda sér unglegri og í formi þá eru netverjar bara ekki að kaupa það. Þeir segja meðal annars að hún hafi ekki eingöngu mataræðinu að þakka fyrir unglegt útlit sitt heldur lýtaaðgerðum.
Þess ber einnig að geta að samkvæmt einni athugasemdinni hafa orð Carolyn líklega eitthvað að gera með þá staðreynd að hún á fyrirtæki sem selur vörur með gervisykrinum Xylitol. Aha!