fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Svona færðu barnið þitt til að hlýða öllu sem þú segir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef barnið þitt hlýðir þér í einu og öllu skaltu sleppa því að lesa lengra. Ef ekki þá gætirðu haft áhuga á að kynna þér efni nýrrar bókar eftir Alicu Eaton, breskan sérfræðing í dáleiðslu. Í bókinni, sem ber nafnið Written Words That Work: How To Get Kids To Do Almost Anything, fer Alicia yfir atriði sem geta breytt hegðunarmynstri barna til hins betra og fengið þau til að gegna betur.

Alicia segir að máttur tungunnar sé mikill og það hvernig hlutir eru orðaðir geti skipt sköpum. Í umfjöllun um bókina á vef Mail Online eru nokkur atriði í bókinni týnd til. Meðal þess sem Alicia mælir með er að sleppa því að nota orðið „ekki“. Þá mælir hún með því að í stað þess að segja „takk fyrir“ í lok setningar eigi að nota þessi tvö einföldu en sterku orð í upphafi hverrar setningar. Þá sé lykilatriði að orða hlutina þannig að barnið eigi eitthvert val.

Bók Aliciu er byggð á hugmyndafræði sem kallast NLP sem er meðal annars notuð af auglýsendum til að fanga athygli hlustenda, áhorfenda eða lesenda. Hún segir að foreldrar geti einnig tileinkað sér hugmyndafræðina. Hér að neðan má lesa tíu atriði upp úr bók Aliciu sem foreldrar geta mögulega nýtt sér.

Mynd: 123rf.com

1.) Segðu það sem þú vilt að barnið geri, ekki hvað það á ekki að gera

„Of mörg okkar festast í vítahring neikvæðni,“ segir Alicia. Hún segir að setningar eins og: „Ekki skilja herbergið þitt eftir í drasli“, „Þarftu að skilja skóna þína eftir á miðju gólfinu“ og „hversu oft hef ég sagt þér að hrinda ekki systur þinni“ séu dæmi um setningar sem eru ekki líklegar til að skila árangri til lengri tíma litið.

„Við beitum neikvæðni óspart og það kemur okkur á óvart þegar börnin okkar gera ekki það sem við segjum,“ segir hún og bætir við að börn lesi ekki hugsanir. Hún segir að hægt sé að koma sömu skilaboðum á framfæri með jákvæðari aðferð, öllum til hagsbóta. Dæmi: „Við skulum hafa herbergið snyrtilegt þegar við förum“, „skórnir eiga heima í skóskápnum undir stiganum“ og „við skulum reyna að mæta tímanlega í skólann.“

2.) Láttu barnið finna að það hafi val

Ef setningin „flýttu þér og klæddu þig í föt fyrir skólann“ virkar ekki geturðu prófað að ýta barninu í rétta átt með því að gefa því eitthvert val, segir Alicia. Hún stingur upp á því að segja, til dæmis: „Í hvaða stuttermabol ætlarðu að fara, þann rauða eða bláa?“ eða „hvort ætlarðu fyrst í buxurnar eða bolinn?“. Alicia segir að þessar setningar feli í sér að barnið hafi samþykkt að drífa sig í fötin og það geti gert kraftaverk að orða hlutina með þessum hætti.

Hún nefnir annað dæmi. Ef barnið er tregt til að klára heimalærdóminn eða borða kvöldmatinn væri hægt að orða hlutina svona: „Hvort viltu klára heimalærdóminn núna eða eftir kvöldmatinn?“ og „hvort viltu borða gulræturnar eða kartöflurnar fyrst?“

3.) Talaðu eins og barnið sé þegar búið að samþykkja að gera það sem þú vilt

Alicia segir að orðin „hvenær“ og „þegar“ séu mjög sterk enda gefa þau til kynna að eitthvað muni gerast, fyrr eða síðar. Alicia segir að ekki eigi að nota orðið sparlega. Dæmi: „Þegar þú verður búin/n að taka til í herberginu borðum við kvöldmatinn“ og „þegar þú klárar heimalærdóminn, getum við farið út að leika“ eru dæmi um setningar sem gætu virkað.

Þegar foreldrar eru búnir að ná tökum á þessari aðferð má jafnvel ganga skrefinu lengra og gera eins og sannir sölumenn gera. Alicia segir að bílasalar noti þá aðferð í ríkum mæli: „Þegar þú verður búinn að prufukeyra bílinn komum við inn og þú velur litinn á innréttinguna.“ Alicia segir að viðkomandi hafi líklega ekki einu sinni samþykkt að prufukeyra bílinn en erfitt sé fyrir viðkomandi að hafna því. Alicia segir að þessa aðferð megi líka nota á börnin, til dæmis í sambandi við heimalærdóminn.

Mynd: Shutterstock

4.) Búðu til tengsl við barnið þitt

Alicia segir að mikilvægt sé að búa til tengsl milli foreldris og barns. Þá á hún við að foreldri setji sig í spor barnsins og setji sig jafnvel á sama stall og það. Dæmi um þetta er að bæta við orðum eins og: „ég, eins og þú“. Dæmi: „Ég, eins og þú, átta mig á að þú átt marga möguleika“ og „þú, eins og ég, áttar þig á að það er miklu auðveldara að gera heimanámið við skrifborðið“. Þessi orð, „eins og“ segir Alicia að geti eflt sjálfstraust barnanna og séu sérstaklega árangursrík ef samband foreldris og barns hefur verið stirt.

5) Segðu „takk“ í upphafi setningar frekar en í enda hennar

„Við erum vön því að þakka fólki eftir að það hefur gert eitthvað fyrir okkur, en hvað um að þakka áður en það er gert,“ spyr Alicia. Hún segir að þetta sé árangursríkt þar sem börn, í eðli sínu, vilji gera fólk ánægt, þar á meðal foreldra sína.

6) Gefðu alltaf upp ástæðu

Alicia segir að mikilvægt sé að útskýra fyrir börnunum af hverju eitthvað má ekki eða af hverju þú vilt ekki að barnið geri það sem það er að gera. „Með því að útskýra af hverju þú biður um eitthvað eru meiri líkur á að beiðni okkar sé tekin til greina. Hún mælir með því að láta „af því“ fylgja með öllum beiðnum.

Dæmi: „Við skulum lækka tónlistina og hafa aðeins lægra af því að þá getum við betur ákveðið hvað við ætlum að gera.“ Annað dæmi: „Geturðu hjálpað mér að bera innkaupapokana í bílinn af því þeir eru svo margir og ég á erfitt með að bera þá ein/einn.“

Mynd: 2006 Getty Images

7) Fáðu barnið til að hugsa og hlusta

„Hugsaðu hvað það verður gott þegar þú verður búin/n með heimalærdóminn.“ Þetta er setning sem Alicia segir að virki vel í staðinn fyrir að segja barninu hreint út að klára heimalærdóminn. Þetta getur virkað sem hvatning fyrir barnið að klára heimalærdóminn. Alicia segir að orðið „hlustaðu“ geti einnig virkað vel í upphafi setningar. „Hlustaðu, vð þurfum að drífa okkur í skó því annars missum við af strætó.“

8) Hafðu jákvæðni að leiðarljósi

Sum börn eiga það til að kvarta og kveina og þau verða pirruð eins og við. „En þú getur hjálpað barninu að temja sér lausnamiðaðar aðferðir,“ segir Alicia. Hún segir að ef barnið kvartar til dæmis undan því að því sé of heitt megi segja: „Hvað er hægt að gera til að þér líði betur? Opna glugga eða viltu fara úr jakkanum?“

9) Notaðu leiðandi spurningar

Leiðandi spurningar geta verið vel nothæfar og, eins og nafnið gefur til kynna, leitt barnið þitt í átt að lausninni. Dæmi: „Svo þú hefur áhyggjur af prófunum og ert meðvitaður um að þú þurfir að fara að undirbúa þig betur“ og „svo þú ert að tala við mig um þetta núna af því þig langar að breyta þessu“.

10) Hjálpaðu barninu þínu að hætta að segja: „Ég get ekki!“

Alicia segir að þessi orð séu of mikið notuð í samtölum og útiloki um leið lausnina á vandamálum. „Til að koma barninu þínu af þessari braut þarftu að reyna að undirstrika þá hluti sem það getur gert og getur breytt. Þegar barnið þitt segist ekki geta lært stærðfræði segir Alicia að þá skipti máli að orða hlutina öðruvísi.

„Ah, þú hefur bara ekki enn fundið leiðina til að gera þessa tilteknu æfingu,“ er dæmi um setningu sem gefur til kynna að barnið geti víst lært stærðfræði. Þá bendir Alicia á að hægt sé að benda á stærðfræðidæmi sem barnið gat reiknað en það þurfi að æfa sig betur til að gera erfiðara stærðfræðidæmi. „Hugmyndin er sú að einblína á það sem barnið getur gert.“

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Wan-Bissaka skoraði í nokkuð óvæntum sigri West Ham

Wan-Bissaka skoraði í nokkuð óvæntum sigri West Ham
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ummæli Amorim um Bruno vekja athygli – Segist þurfa mikinn tíma til að laga hlutina

Ummæli Amorim um Bruno vekja athygli – Segist þurfa mikinn tíma til að laga hlutina
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fullyrða að Liverpool hafi rætt við umboðsmann Salah í mánuð – Mikill munur á kröfum og því sem Liverpool vill borga

Fullyrða að Liverpool hafi rætt við umboðsmann Salah í mánuð – Mikill munur á kröfum og því sem Liverpool vill borga
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mamman í sjokki eftir heimsókn lögreglu – 10 ára sonurinn labbaði einn út í búð um hábjartan dag

Mamman í sjokki eftir heimsókn lögreglu – 10 ára sonurinn labbaði einn út í búð um hábjartan dag

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.