fbpx
Laugardagur 13.desember 2025

Unglegar mæðgur vekja athygli – 63 ára móðir og þrjár dætur í kringum fertugt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. júlí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi taívanska fjölskylda er mögulega unglegasta fjölskylda sem við höfum séð. Fyrst kom innanhúshönnuðurinn og tískubloggarinn Lure Hsu öllum á óvart með unglegu útliti sínu en hún er 41 árs.

Lure Hsu, 41 árs
Lure Hsu, 41 árs

Útlit hennar vakti mikla athygli og það tók ekki langan tíma fyrir netverja að átta sig á því að hún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem er svona ungleg. Lure á tvær systur, Sharon 36 ára og Fayfay 40 ára. Báðar líta einnig út fyrir að vera helmingi yngri en þær eru.

Systurnar þrjár.
Systurnar þrjár.

Dæturnar fengu þetta unglega útlit frá móður sinni en þú átt aldrei eftir að geta giskað á aldur hennar með því að horfa á mynd af henni. Hún er í miðjunni á myndinni hér fyrir neðan.

Mamman er í miðjunni, Lure Hsu til hægri og Sharon til vinstri.

Hún er 63 ára, ótrúlegt en satt! Fjölmiðlar í Taívan kalla mæðgurnar „the family of frozen ages.“

Lure Hsu, 41 árs

 

Fayfay Hsu, 40 ára

 

Sharon Hsu, 36 ára

Hvað er leyndarmálið á bak við þetta ótrúlega unglega útlit? Í viðtali við taívanskt tímarit sagði Lure að lykillinn að unglegu útliti er að drekka nóg af vatni og borða grænmeti. Hún benti einnig á mikilvægi þess að að nota rakakrem.

„Þegar húðin þín er með nóg af raka þá þarftu ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að eldast og fá hrukkur,“

sagði Lure. Fayfay mælti einnig með því að drekka nóg af vatni og stórt volgt vatnsglas á hverjum morgni.

„Ég hef gert það í meira en áratug. Ég drekk frá 350ml til 500ml.“

Þarna höfum við það! Samkvæmt þessum unglegu taívönsku konu þá er leyndarmálið að unglegu útliti einfalt, vatn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hættir í fótbolta – Greindist með sjúkdóm eftir að hafa fallið í yfirlið á æfingu

Hættir í fótbolta – Greindist með sjúkdóm eftir að hafa fallið í yfirlið á æfingu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.