fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Karen Kjartansdóttir: „Íslenskar sundlaugar eru dásamleg blanda frjálsræðis og regludýrkunar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslenskar sundlaugar eru dásamleg blanda frjálsræðis og regludýrkunar. Mögulega í ætt við nektarmenningu Austur-Þýskalands,“

svona hefst pistill Karenar Kjartansdóttur um sundlaugar á Íslandi. Karen fór í sund um daginn með son sinn sem er að byrja í 1. bekk í grunnskóla. Honum var meinaður aðgangur að kvennaklefanum með Karen vegna aldurs, en hann þótti of gamall. Í kjölfarið kom ýmislegt upp í huga Karenar á meðan sundferðinni stóð, bæði varðandi reglur í íslenskum sundlaugum og skort á þeim. Eins og regluleysi varðandi eftirlitslausar rennibrautir.

Mynd/Reykjavíkurborg

Karen skrifaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún deildi vangaveltum sínum. Hún segir í samtali við Bleikt að hún hafi húmor fyrir þessu og þótt þetta bara fyndið og skemmtilegt. Hún gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að deila pistlinum með lesendum sem er hægt að lesa hér að neðan.

„Í gær tilkynnti afgreiðslukona mér sagði mér að drengurinn minn, sem hefja sex ára bekk, mætti alls ekki fara með mér í kvennaklefann. Eftir að hafa reynt að útskýra fyrir barninu hvernig ætti að finna skáp, læsa honum, hvar ætti að geyma handklæðið og svo framvegis kom maður með dóttur sína og bað mig vinsamlega um að hlusta ekki á svona, hvernig gæti nokkur skaðast af því að brjóta þessar reglur. Þremur mínútum síðar var ég stödd með soninn í sturtu en íhugaði samt sem áður að tuða í einhverjum stúlkum sem mættu í baðfötum í sturtuklefann. Vissu þær ekki að það á að mæta berrassaður í sturtu?! Ég hætti samt við þegar ég sá að þær lögðu nú alveg metnað sinn við þrifin þrátt fyrir að hafa beygt reglurnar. Minntist svo reiðu konunnar sem öskraði á mig að hún væri nakin þegar ég svaraði óvart í síma inn í klefa og sagði manninum mínum hvað ég vildi hafa í matinn og áttaði mig ekki á samhengi nektar hennar og kvöldmatarins á heimili mínu.

Á sama tíma þykja risavaxnar, dásamlegar og nær eftirlitslausar rennibrautir staðalbúnaður íslenskra sundlauga, búnaður sem annars staðar myndi kalla á sérstaka gæslu í sérstökum sundlaugagörðum.

Ástarkveðja til sundlauga,

Karen“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.