fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Fíknin drap næstum Sunju: „Það líður ekki sá dagur sem ég er ekki skíthrædd við þennan sjúkdóm“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótti, kvíði, hræðsla, þunglyndi, lélegt sjálfsálit, lélegt sjálfstraust, félagsfælni, ofsareiði, mikil gremja, sjálfsmorðshugsanir, sjálfsmorðstilraunir, sjálfsvorkunn, meðvirkni á mjög háu stigi, föðurmissir og margir aðrir veikleikar og brestir meðal annars út frá miklu einelti (líkamlegu og andlegu), kynferðislegri misnotkun og ofbeldi (líkamlegu og andlegu) og mörgu öðru. Deyfði þessu eða sleppti öllu út í allskonar vímuefni í 17 ár. Drap mig næstum á endanum.

Ég er núna edrú og búin að vera það í 3 ár og tæpan mánuð þegar ég skrifa þennan pistil, eða síðan 26. júlí 2014. Hver dagur telur og ég hefði ekki getað það án AA samtakanna og stuðninginn bæði í samtökunum og utan þeirra (hef aldrei farið í meðferð). Þetta er lengsti edrú tími hjá mér af tveimur.

Brestirnir koma upp enn þá og sama með fíknina en ég geri mitt besta til að vinna mig úr því eins og ég lærði eins fljótt og ég get og reyni að koma mér eins fljótt og ég get úr aðstæðum ef ég finn að ég sé í hættu, en fíknin eru orðin mjög lítil og fer minnkandi núna.

Áður en ég varð edrú. Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Ég er orðin rólegri í skapinu en það getur poppað upp svona annarsslagið en samt ekki eins mikið og áður. Meðvirknin er enn þá en hún er ekki eins slæm og áður en samt enn þá slæm og er frekar mikið að naga mig að innan. Stundum hef ég kjarkinn til að tjá mig um hluti sem eru að angra mig frá öðrum og sem eru að hafa áhrif á mína bresti en stundum þegi ég líka og læt því miður hlutina naga mig að innan. Ég get stundum sagt nei, að sé ég ekki að treysta mér í eitthvað.

Ég á enn erfitt með að sjá mín eigin mistök og hluti sem hafa áhrif á aðra í kringum mig en ég sé þau ef mér er bent á þau og þá geri ég það sem þarf til að vinna úr þeim. En ef ég sé þau sjálf þá geri ég það sem þarf til að komast úr þeim óþægindum. Ef mistökin mín hafa áhrif á aðra að ástæðulausu þá biðst ég strax afsökunar og þá rólega bara til að létta af mér samviskubitið. Sama með brestina ef þeir koma upp og hafa áhrif á aðra af ástæðulausu. Áður gat ég það ekki nema undir áhrifum og þá með látum.

Ég er kannski ekki á góðum stað enn þá og er ekki enn orðin fullkomin með þessa edrúmennsku en ég er komin á betri stað samt en ég var. Ég hefði verið löngu fallin ef ég væri ein að þessu eða ekki kynnst þeirri hjálp sem ég sótti í í fyrstu.

Ég er búin að berjast við allskonar aðstæður sem hefðu geta leitt mig í fall eins og t.d. kynferðisleg áreitni, fjölskylduerjur, sambandsslit við fjölskyldumeðlimi, jafna mig eftir aðgerð vegna fyllerísmeiðsla og margt fleira. Þetta voru aðstæður sem ég hefði deyft með allskonar vímuefnum, en ég kaus að gera það ekki því það hefði leitt mig á mjög vondan stað eða jafnvel í gröfina. Þar sem ég er aðeins 32 ára, með engin börn né maka, enga almennilega menntun og margt fleira þá á ég allt of langan tíma eftir. Til að tækla svona aðstæður notaði ég það sem ég lærði í AA og leita líka til hjálpar og öryggi.

Samt á ég laaaangt í land og ég verð alltaf skíthrædd við þennan sjúkdóm á hverjum degi. Ég vonandi enda á því að eldast og deyja edrú. Alkóhólismi er alls ekki grín sjúkdómur að eiga við og hann er lúmskari og erfiðari en maður gerir sér grein fyrir. Að takast á við hluti og áföll edrú sem maður dílaði við undir áhrifum er ekki eins auðvelt og maður heldur. Ég geri mitt besta að taka bara einn dag í einu en á það til að gleyma því. Ég veit þó af því og geri mitt besta til að bakka aftur.

Ég í dag. Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Ég hef gert ýmsa hluti til að forðast fíkn og fall, þar á meðal að hætta að drekka drykki sem notaðir voru í blöndur eins og sprite og orkudrykki, farið eftir AA prógramminu, reynt að vera ekki með of mikið álag á mig. Því of mikið álag getur leitt til pirrings og pirringur getur leitt mig í fall. Ég hef samið ljóð og kvæði sem minna mig á þennan vonda heim, fundið mér áhugamál, farið út að labba með tónlist í eyrunum til að dreifa huganum og fleira. Ég hef líka eytt út myndum og myndböndum á Facebook, síma og tölvum sem minna mig á fylleríin hjá mér.

Eftir 6 mánuði edrú fór ég „all in“ í AA prógramminu í allavega eitt ár. Ég hætti að djamma, var mikið hjá vinum sem drekka nánast aldrei og þekkja til edrúmennskuþjónustaði AA samtökin, fór á allavega 5 fundi á viku og stundum fleiri. Ég fór stundum á tvo fundi yfir einn dag og á öðrum stöðum en heimadeildina mína, heyrði reglulega í AA félögum, las AA bækur og fleira sem fylgir því að halda sér edrú. Svo fór aðeins að dragast úr eins og með fundasókn og þjónustu, en hætti því samt aldrei alveg heldur meira fækkaði fundunum niður í 2-3. Ég hætti þjónustu og leyfði meiri nýliðum að komast inn í þann pakka, en ég hélt samt áfram að hafa samband við AA félaga.

Í dag er ég á þeim stað að ég get farið út á skemmtistaði svo lengi sem það er ekki of oft og þá meina ég hverja einustu helgi. Ég get verið innan um áfengi en ég hef eina reglu með það að gera og sú regla er þannig að ég held ekki á neinu áfengu og allra síst opnum ílátum með áfengi í. Ég get farið fyrir utan ríkið en ég verð í bílnum á meðan aðrir fara inn. Allt þetta get ég í dag svo lengi sem þetta er allt gert í hófi og ekki daglega eða hverja einustu helgi eins og ég gerði. Ég er meðvituð um þennan sjúkdóm og hvað hann gerir. Ég hef lært svo mikið á þessum rúmlega 3 árum sem hafa gjörsamlega breytt hugarástandinu hjá mér, hvernig ég get tæklað óþægilegar aðstæður og komist úr þeim. Þetta hefur sýnt mér hvernig ég get lifað heilbrigðu lífi án áfengis og án þess að búast við að lenda í gröfinni. Frekar byggt upp almennilega og góða framtíð og bætt upp þessi 17 ár sem fóru í algjört rugl. Ég sá þetta ekki þá, en ég sé þetta í dag að drekka sig í hel stjórnlaust er frekar mikið hættulegt. Að vera edrú og sjá aðra undir áhrifum og hvað þá stjórnlaus undir áhrifum ýtir svo miklu meira undir viljastyrkinn hjá mér að vilja vera edrú. Þegar aðrir horfa upp til manns, vilja vera edrú, kunna það ekki og þurfa hjálp ýtir einnig undir viljastyrkinn.

Í dag held ég áfram að fara á fundi og þá 2-3 í viku. Svo er ég nýfarin að taka að mér þjónustu í minni heimadeild aftur og les í AA bókinni, tala við AA fólk og sæki enn þá hjálp bara til að viðhalda edrúmennskunni því í dag skiptir hún mig ótrúlega miklu máli. Fyrir mig, fólkið í kringum mig og líka fólk sem þjáist af þessum stórhættulega sjúkdómi. Allt of margir hafa dáið af honum og ég er ekki tilbúin til þess og allra síst af þessum sjúkdómi.

Ég hélt að djamma og drekka, halda partý eða fara í partý hverja einustu helgi, jafnvel á virkum dögum, væri leið til að njóta lífsins og skemmta sér. En eftir að ég varð edrú og sé aðra feta í gömlu fótsporin mín þá sé ég að það er sko langt frá því að vera rétt.

Það að geta drukkið og haft stjórn á sjálfum sér, geta stoppað, geta haft stjórn á aðstæðum, haft vit á aðstæðum og geta bara gert hluti án þess að sé eitthvað vesen og jafnvel drukkið bara örfá skipti á ári eða bara SLEPPT ÞVÍ AÐ BYRJA AÐ DREKKA er eitthvað sem ég hefði vilja geta gert en það tókst ekki. Því tel ég mig vera alkóhólista sem er í dag óvirkur alkóhólisti

Hér er svo eitt af kvæðunum sem ég hef samið tengt þessu

Í 17 ár tók djöfullinn yfir.
Í 17 ár sá ég það ekki.
Í 17 ár var ég meðvirk honum.
Í 17 ár lifði ég í helvíti.

Áfengi, hvítt, grænt, gas, sveppir, pillur.
Allt lét mig liða vel.
Allt lét mig líka liða illa.
En það sá ég ekki.
Ég sá ekki vanlíðan fyrr en veggurinn varð reistur.

Ég lifði í ótta, kvíða, þunglyndi, reiði og meiru.
Brestirnir hræddu mig og aðra.
Ég rústaði sjálfri mér líkamlega.
Ég rústaði sjálfri mér andlega.
Líf mitt var nánast á enda.
Ég varð hrædd.
Ég varð stjórnlaus.

Veggurinn reis upp.
Ég bombaði á hann.
Ég leitaði hjálpar og byrjaði nýtt líf.
Er ég skrifa þetta þá er ég edrú.
1 ár, 1 mánuður og 14 dagar komnir.

Sé viljinn til staðar þá er þetta hægt.
Sé styrkurinn til staðar þá gengur þetta.
Sé tekin leiðsögn og henni farið eftir, þá sér maður að til er betra líf en neyslulíf og stöðug vanlíðan.

Maður snýr við blaðinu.
Maður sér það neikvæða og losar sig við það.
Maður sér það jákvæða og sýgur því í sig.
Maður hendir fortíðinni og sér framtíðina.
Maður lærir að stjórna brestunum.
Maður lærir að lifa í núinu.

Í dag hef ég öðlast nýtt líf.
Í dag horfi ég fram en ekki aftur.
Í dag er ég jákvæðari en ekki neikvæðari.
Í dag líður mér vel,
einnig öðrum í kringum mig.
Ég sé og finn að edrúlíf er betra en neyslulíf.

Ég er enn á lífi í dag og þakka ég vinum, fjölskyldu og AA fyrir það.
Þetta er hægt með vilja, styrk, leiðsögn og framkvæmdum
Eina klukkustund í einu
Einn dag í einu

Höfundur greinar: Sunja Gunnarsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.