Þessi réttur er einn af þessum sem slær alltaf í gegn bæði hjá þeim sem hann elda og borða. Ástæðan er einfaldlega sú að eldamennskan verður hreinlega ekki einfaldari en bragðið er út úr þessum heimi. Uppskriftin sem er lax með döðlum og gráðosti kemur af bloggi Elínar Traustadóttur sem heitir KOMDUADBORDA en Elín hefur áður verið gestabloggari hjá okkur með himnesku humarsalati. Sannkallaður meistarakokkur þar á ferð.
Fyrir þá sem geta ekki hugsað sér að borða gráðost þá er lítið mál að skipta honum út fyrir fetaost – engu síðra. Njótið vel!
800 g lax
sítrónupipar
120 g gráðostur
10-15 stk döðlur, steinlausar