fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Rob og Kylie höfða mál á hendur Blac Chyna

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. september 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blac Chyna og Rob Kardashian.

Rob Kardashian og Kylie Jenner hafa samkvæmt heimildum höfðað mál á hendur Blac Chyna fyrir árás og skemmdarverk og fyrir að hafa notað Kardashian fjölskylduna sér til fjárhagslegs ávinnings. Rob Kardashian staðhæfir að hans fyrrverandi, Chyna, hafi reynt að kyrkja hann með Iphone símasnúru. Nafn Jenner tengist málinu þar sem árásin mun hafa átt sér stað á heimili hennar.

Samkvæmt málssókninni mun árásin hafa átt sér stað 14. desember 2016. Chyna, sem var ölvuð, réðist á Kardashian og að auki lék hún sér með byssu bróður síns á „kærulausan“ máta og beindi henni að Rob og virtist alveg sama hvort að öryggið var á henni eða ekki. Ef að dagsetningin samkvæmt málssókninni er rétt þá átti árásin sér stað nokkrum dögum áður en Rob og Chyna hættu saman svo eftir var tekið á samfélagsmiðlum. Þann 17. desember 2016 hóf Chyna að birta pósta, þar sem staðhæft var að hún hyggðist yfirgefa Rob, sem þá var kærasti hennar. Skilaboðum á milli hennar og lögfræðings hennar var deilt á Instagram, þar sem þau ræddu að hún ætlaði að nota sér nafn fjölskyldunnar án leyfis frá Kris Jenner.

Stuttu eftir það deildi Rob sorgum sínum á Instagram:

„Ég elskaði Angelu. Ég gaf allt sem ég átti handa henni,“ skrifaði hann á Instagram, en þeim pósti hefur verið eytt. „Ég vissi ekki að ég var aðeins peð í tafli hennar. Ég trúði því að hún elskaði mig á sama hátt og ég elska hana og ég er svo særður og mér hefur aldrei liðið svona áður.“

Málssóknin varpar nýju ljósi á þetta furðulega atvik, sem var gert opinbert að mestu á Instagram og Snapchat. Í málsskjölunum er staðhæft að Kylie og Rob hafi mátt þola „nokkra mánuði af meiðslum.“ Því er einnig haldið fram að samband Chyna við Rob hafi verið „áætlun af yfirlögðu ráði til að hafa fé af Kardashian fjölskyldunni og nýta það til eigin hagsmuna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Halldór finnur ekki fyrir aukinni pressu eftir undanfarnar vikur – „Þetta er bara annað verkefni“

Halldór finnur ekki fyrir aukinni pressu eftir undanfarnar vikur – „Þetta er bara annað verkefni“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag var bálreiður: ,,Langt frá því að vera ásættanlegt“

Ten Hag var bálreiður: ,,Langt frá því að vera ásættanlegt“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er með tilboð frá Sádí á borðinu

Er með tilboð frá Sádí á borðinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn