Félag í eigu Yrsu Sigurðardóttur heldur áfram að skila góðum hagnaði.
Viðskiptablaðið greinir frá því að félagið, Yrsa Sigurðardóttir ehf., hafi skilað 16,9 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta er talsverð lækkun frá árinu á undan þegar félagið skilaði 32,3 milljónum í tekjur.
Yrsa hefur vakið athygli fyrir glæpasögur sínar en fyrsta bók hennar, Þriðja táknið, kom út árið 2005. Í það heila hefur hún skrifað tólf bækur.
Að því er fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins lækkuðu höfundarlaun Yrsu úr 53,2 milljónum króna í 35,9 milljónir milli ára. Greiddur var út 25 milljóna króna arður úr félaginu á síðasta ári.