fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Þú skiptir máli – Eigðu góðan dag

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. september 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmisagan sem hér fer á eftir er ekki ný.

Hún hefur af og til gengið á milli manna á samfélagsmiðlum en það er alveg vert að deila henni áfram, því boðskapur hennar er einfaldur en mikilvægur um leið:

Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á blað.
Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli.
Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa það fyrir neðan nafnið.
Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.
Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir.
Þegar þeir lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.
Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu máli.
Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.
Lífið hélt áfram.
Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn ákvað að vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði
talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem
kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum. „Þakka þér fyrir að gera þetta, því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli,“ sagði móðir Magnúsar.
Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af því sem þeim þótti vænst um.
Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með þessu uppátæki.
Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að lífið endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður.
Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu þér mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en það verður of seint.
Gerðu eitthvað gott fyrir þá sem eru þér mikilvægir.
Sýndu að þér er annt um vini þína. Mundu að þú uppskerð eins og þú sáir. Mundu að þú ert mikilvægur einhverjum. Vona að dagurinn verði þér finn og sérstakur því þú skiptir miklu máli!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Rússar sækja sér hermenn í Jemen

Rússar sækja sér hermenn í Jemen
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Skrifaði átakanlegt bréf, fór með barnið í pössun og lagðist svo viljandi fyrir lest – „Ég var myrt. Hægt og rólega“

Skrifaði átakanlegt bréf, fór með barnið í pössun og lagðist svo viljandi fyrir lest – „Ég var myrt. Hægt og rólega“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að Neymar sé loksins frjáls – ,,Guðsgjöf fyrir hvern sem er“

Segir að Neymar sé loksins frjáls – ,,Guðsgjöf fyrir hvern sem er“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Gömlu hjónin hurfu sporlaust árið 1980 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Gömlu hjónin hurfu sporlaust árið 1980 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United ætlar að berjast af krafti við Liverpool

United ætlar að berjast af krafti við Liverpool
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Bellingham valinn bestur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.