Stiklan sýnir að Bellurnar hafa engu gleymt, þó að lítið hafi verið gefið upp enn þá um handrit myndarinnar. Flestar Bellurnar útskrifuðust í mynd tvö, þannig að þær geta ekki keppt sem hefðbundnar Bellur. Þær ákveða því að leggja land undir fót og fljúga til Evrópu þar sem þær hyggjast koma fram á tónleikum til að skemmta mönnum í herþjónustu þar.
Það má búast við miklu fjöri og söng þegar Bellurnar mæta í kvikmyndahús korter fyrir jól.