fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Lísbet Freyja 10 ára – Besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Ástralíu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Canberra stuttmyndahátíðin fór fram í 22. sinn 10. – 17. september síðastliðinn í Canberra í Ástralíu.

Á meðal mynda sem kepptu var mynd Ragnars Snorrasonar, Engir draugar eða No Ghosts og uppskar myndin tvenn verðlaun á hátíðinni.

Magnús Atli Magnússon fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku og Lísbet Freyja Ýmisdóttir var valin besta leikkonan. Verður það að teljast frábær árangur, því Lísbet Freyja er aðeins 10 ára og keppti við leikkonur bæði eldri að árum og reyndari í leiklistinni.

Rut 8 ára mætir með föður sínum í afmælisveislu. Hin börnin biðja hana um að vera með í feluleik. Rut fer hinsvegar í leit að látnum bróður sínum og uppgjör hennar og föður hennar við drauga fortíðar er óhjákvæmilegt.

Engir draugar er 16 mínútur að lengd og geta íslenskir áhorfendur séð myndina á RIFF sem fram fer í Reykjavík 28. september til 8. október næstkomandi. Myndin verður auk þess sýnd á fleiri kvikmyndahátíðum.

Ragnar er leikstjóri og handritshöfundur, Magnús Atli sér um kvikmyndatöku og framleiðendur eru Heiðar Már Björnsson og Egill Arnar Sigurþórsson. Auk Lísbetar Freyju fara Jóel Þór Jóhannsson, Sindri Birgisson og María Dalberg með hlutverk í myndinni.

Verðlaun á Canberra má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“

Sverrir mátt þola ógeðfelld ummæli í sinn garð undanfarinn sólarhring – „Við munum slátra þér“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur