Þann 10. október næstkomandi heldur Hildur Vala tónleika á Rósenberg með hljómsveit sinni. Hana skipa Birgir Baldursson (trommur), Stefán Már Magnússon (gítar) og Andri Ólafsson (kontrabassi) og sjá þeir einnig um hljóðfæraleik í laginu.
Upptökur fóru fram í Hljóðrita (Kiddi Hjálmur) og í Eyranu (Jón Ólafsson). Um upptökustjórn og útsetningu lagsins sá Jón Ólafsson. Bassi Ólafsson hljóðblandaði lagið en Brian Lacey hjá Magic Garden Mastering sá um hljómjöfnun, en viðskiptavinir hans hafa meðal annars verið Depeche Mode, Ani Di Franco og Lucinda Williams, svo fáein dæmi séu nefnd.