Samstarfsmaður Bjarkar til margra ára, Andrew Thomas Huang, leikstýrir, en listræn stjórnun er í höndum Bjarkar, James Merry og Alessandro Michele, yfirhönnuðar Gucci.
Á Facebooksíðu Gucci má sjá myndband frá gerð kjólsins. Það tók um það bil 550 klukkustundir að gera kjólinn, auk 320 klukkutíma til viðbótar fyrir útsauminn.