Fjölmargir ritstjórar og blaðamenn (undirituð þar á meðal) hafa unnið við blaðið, sem enginn kannaðist við að lesa, en allir töluðu um og vildu vera í.
Á síðum blaðsins stigu fjölmargir Íslendingar sín fyrstu skref í sviðsljósinu, meðan aðrir, líkt og Fjölnir Þorgeirsson, áttu þar fast pláss um árabil.
Á Instagram finnst nú nýr reikningur, sedogheyrtarchives, sem rifjar upp gullmola af blaðsíðum Séð og Heyrt, sumir þeirra ættu kannski að vera öllum gleymdir?
Á meðal mynda sem finna má á reikningnum er frétt um Ástu Hrafnhildi Garðarsdóttur, áður en hún varð blaðamaður og ritstjóri blaðsins.