fbpx
Mánudagur 31.mars 2025

Bananabrauðs granóla

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. september 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dana sem heldur úti heimasíðunni Minimalistbaker býr til uppskriftir sem innihalda tíu hráefni eða færri, ein skál dugar til að blanda hráefnum saman og það tekur 30 mínútur eða minna að útbúa réttinn.

Bananabrauðs granólað, þar sem þú færð bananabrauð án þess að baka bananabrauð er ein þeirra.

Bananabrauðs granólað er gómsætt, vegan og það er glútenlaust.
Það er ríkt af hollri fitu, Omega 3 og 6, próteini og trefjum.
Og það tekur aðeins 30 mínútur að útbúa, auk þess að vera kjörinn morgunmatur eða biti milli mála.

BANANABRAUÐS GRANÓLA

Undirbúningstími: 5 mínútur

Eldunartími: 25 mínútur

Vegan granóla sem tekur 30 mínútur að útbúa, bragðast eins og bananabrauð og er stútfullt af próteini, höfrum, hollri fitu og omega 3 og 6.

Morgunmatur, milli mála, eftirréttur

Vegan, glútenlaust

Dugar í 12 bolla

Innihald

  • 3 bollar tröllahafrar
  • 3/4 bolli valhnetur
  • 1/2 bolli pekanhnetur
  • 3 matskeiðar hrásykur
  • 1/2 teskeið sjávarsalt
  • 1/2 matskeið kanill
  • 1 matskeið hörfræ
  • 1/4 bolli kókosolía
  • 1/3 bolli + 1 matskeið maple síróp eða agave síróp
  • 1 teskeið vanilla extract
  • 1 meðalstór þroskaður banani, maukaður

Leiðbeiningar

  1. Hitaðu ofninn í 176 C.
  2. Blandaðu höfrum, kanil, sykur, salti, hörfræjum og hnetum saman í stórri skál.
  3. Hitaðu kókósolíu, maple síróp (eða agave síróp) og vanilla extract saman í pönnu á lágum hita. Þegar blandan er orðin fljótandi, taktu af hellunni og hrærðu bananamaukið vel saman við. Helltu yfir þurrefnablönduna og blandaðu vel saman.
  4. Dreifðu blöndunni jafnt á eina eða tvær bökunarplötur og bakaðu í 23-28 mínútur, þangað til blandan er orðin ljósbrún.
  5. Taktu úr ofninum og láttu kólna á plötunni. Geymist í nokkrar vikur í loftþéttum umbúðum.

 

Heimild.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

„Það er algerlega, og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, galin framkvæmd í atvinnugrein sem malar gull“

„Það er algerlega, og ég ætla bara að leyfa mér að segja það, galin framkvæmd í atvinnugrein sem malar gull“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Veðurfræðingur dregur í efa að menn hafi verið settir í hættu í Kópavoginum – „Það er mjög sjaldgæft“

Veðurfræðingur dregur í efa að menn hafi verið settir í hættu í Kópavoginum – „Það er mjög sjaldgæft“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Manchester United vill „næsta Haaland“

Manchester United vill „næsta Haaland“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Veittust að manni í þvottahúsinu við Grettisgötu – „No Police! No Police!“

Veittust að manni í þvottahúsinu við Grettisgötu – „No Police! No Police!“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.