Bale á Toronto kvikmyndahátíðinni.
Bale mætti bústinn og sællegur á kvikmyndahátíðina í Toronto, enda búinn að bæta töluvert á sig fyrir hlutverk varaforsetans Dick Cheney í Backseat. Aðspurður um hvernig hann hefði gert það, svaraði Bale brosmildur: „Ég er bara búinn að borða fullt af bökum.“
Bale var ekki sá fyrsti sem kom til tals til að leika Cheney, en hann mun leika í myndinni ásamt Amy Adams (Lynne Cheney), Sam Rockwell (George W.Bush), Bill Pullman (Nelson Rockefeller) og Steve Carrell (Donald Rumsfeld). Leikstjóri og handritshöfundur er Adam McKay.
Cheney var varaforseti Bush á árunum 2001 til 2009 og lykilmaður í utanríksisstefnu Bandaríkjanna á þeim árum, þar á meðal hvað varðar stríðsrekstur í Afganistan og Írak. Hann er talinn valdamesti varaforseti í sögu Bandaríkjanna. Þekkt er einnig þegar hann skaut vin sinn, lögfræðinginn Harry Whittington, slysaskoti þegar þeir voru á veiðum árið 2006.
Hefðbundið útlit Bale.