Mira Hirsch póstaði myndum af sér á Instagram þar sem hún sýnir hversu lítið er að marka fatastærðir. Hún póstar af sér tveimur myndum, hlið við hlið, þar sem hún mátar tvennar buxur í sömu stærð, með mismunandi útliti.
Aðrar smellpassa á hana, hinar svo alls ekki.
Með myndinni skrifar Hirsch:
„Ekki skilgreina þig eftir númeri. Þessar buxur eru nákvæmlega sama stærð. Ég var að leita að buxum og fann þessar, báðar í sömu stærð, en á mismunandi stað í búðinni. Á rauðu buxunum stóð „nýtt snið“ og ekkert á hinum. Báðar eru í minni stærð, aðrar passa mér alls ekki, hinar eru aðeins víðar. Þetta er ástæðan fyrir því að ég hata að versla föt.
Þú leitar að einhverju í þinni stærð, það passar ekki og þú endar með að yfirgefa búðina og líða illa með sjálfa þig. Ferð að hugsa um megrun og sjálfsásakanir taka yfir. Ég veit það af því ég gerði það.
Hættu að reyna að passa í „rétta stærð.“
Vertu í fötum sem þú fílar.
Hvaða máli skiptir hvort að flíkin er nokkrum númerum stærri eða minni en sú sem þú klæðist venjulega.
Taktu valdið aftur og klæddu þig í þá stærð og stíl sem þú vilt.
Elskaðu líkama þinn.
Og fólk virðist sammála Hirsch, en nokkur þúsund líkuðu við myndina á fyrsta sólarhring. Og skilaboðin voru jákvæð:
„Þú ert svo hvetjandi og falleg,“ skrifaði ein kona. „Takk fyrir að hjálpa mér að hafa meira sjálfstraust með hvernig ég er.“
„Ég á gallabuxur frá H&M sem eru í stærð 10 og ég nota, í ár fór ég þangað og mátaði þá stærð. Ég kom þeim ekki upp fyrir hnén á mér. Verslanir verða að samræma stærðir hjá sér,“ skrifaði önnur.
„Þetta er ástæða þess að mátunarklefar eru minn versti óvinur. Það er ekkert sem fær þig til að finnast þú eins lítils virði og að máta föt,“ skrifar sú þriðja.