Eftir nákvæmlega 59 ár, einn mánuð og 15 daga í „starfinu“ sem prins, sló hann fyrra met sem langalangafi hans, Edward VII, átti.
Báðir eiga þeir metin að þakka mæðrum sínum, sem sátu (og sitja) sem fastast á valdastóli, Elísabet drottning og Victoria drottning.
Þetta er þó ekki eina metið sem Karl mun slá, því ef hann nær einhvern tíma að taka við völdum eftir móður sína, mun hann verða sá elsti sem tekið hefur við konungstign.
Í dag er hann 68 ára og þannig þegar orðinn eldri en sá elsti sem tók við konungstign hingað til, en fyrri methafi var Vilhjálmur IV sem var 64 ára gamall þegar hann varð konungur.