Robertson hefur deilt myndböndum á Facebook af rútínum sínum á súlunni og segir að hún hafi ekki gert ráð fyrir að geta haldið æfingunum áfram eftir að hún varð ófrísk. Það sé þó hinsvegar bara nýlega sem maginn á henni sé farinn að vera fyrir.
„Ég hélt æfingunum óbreyttum þar til ég var gengin 12 vikur, þá fór ég að aðlaga þær að meðgöngunni. Þegar ég var komin 20 vikur hætti ég að hlaupa og eftir 24 vikur minnkaði ég álag æfinganna enn frekar.“
Myndböndin hér sýna „auðveldar rútínur,“ en þær eru samt ekki á allra færi, þó að Robertson fari létt með þær, komin sjö mánuði á leið.
https://www.facebook.com/charlotterobertsonpole/videos/1395715463869351/
https://www.facebook.com/charlotterobertsonpole/videos/1372857752821789/
https://www.facebook.com/charlotterobertsonpole/videos/1371381322969432/