fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025

Facebook bannar brjóstahaldaraauglýsingu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. september 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook hefur bannað auglýsingu um brjóstahaldara á þeim forsendum að hún sé „móðgandi.“

Auglýsing Berlei í Ástralíu sýnir fjölbreyttan hóp kvenna klæða sig í og úr brjóstahöldurum og það strögl og vesen sem fylgir stundum (oft?) þessari hverdagslegu athöfn.

Sársaukafull ummerki eftir vír og fleira eru sýnd í auglýsingunni, sem margar konur kannast við.

Með auglýsingunni kynnir Berlei nýjan brjóstahaldara „Womankind“ á markað, brjóstahaldara sem virðist þægilegur og veldur ekki verkjum og ummerkjum í lok dags.

Fréttastöðin news.com/au skýrði frá því að Facebook hefði bannað auglýsinguna, sem er 45 sekúndur á þeim grundvelli að hún „gæti móðgað samfélagið.“

Facebook hefur þá stefnu að leyfa ekki auglýsingar sem leggja áherslu á einn líkamshluta frekar en annan og auglýsingin hafi verið bönnuð „þar sem hún sýnir nekt, með áherslu á skoppandi brjóst og nærmyndir.“

Berlei telur hinsvegar að auglýsingin hafi verið bönnuð af öðrum ástæðum. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir: „Auglýsingin sýnir þann veruleika sem fjöldi kvenna glímir við daglega á hreinskilinn og raunverulegan máta. Líkt og brjóstahaldarinn sjálfur, þá var auglýsingin gerð til að hugsa vel um og fjárfesta í sjálfum sér.“

Notendur á Twitter hafa einnig lýst furðu sinni á banninu og Berlei hefur sent formlega kvörtun vegna bannsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Féll af elleftu hæð og lést

Féll af elleftu hæð og lést
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Bjarni Helgason gestur – Besta deildin komin á fullt og tárin féllu í Georgíufylki

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Bjarni Helgason gestur – Besta deildin komin á fullt og tárin féllu í Georgíufylki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Snýr aftur í lið United

Snýr aftur í lið United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.