fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Beta Reynis – Lífsstíll snýst um venjur okkar og vana

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. september 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að finna hjá sér kraftinn og löngunina að gera breytingar getur aðeins þýtt eitt. Eitthvað er að hrjá okkur eða við erum ekki sátt með þann lífsstíl sem við höfum tileinkað okkur,“ skrifar Beta Reynis B.Sc og MS í næringarfræði í pistli á Facebooksíðu sinni.

Pistill Betu, sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta, fer hér á eftir.

Hvað er lífsstíll?

Lífsstíll snýst um venjur okkar og vana, það sem við höfum tileinkað okkur í daglegu lífi. Hversu mikið við hreyfum okkur, hvernig kroppurinn okkar og ytra útlit kemur öðrum fyrir sjónir og hvernig við upplifum líkamann, erum við að berjast við ofþyngd eða er erfitt að halda þyngdinni í lágmarki, reykjum við eða drekkum, og hvað veljum við að borða. Af hverju erum við að mæla hluti eins og reykingar, drykkju, hreyfingu og mataræði? Tölurnar sem við sjáum birtar spá fyrir um framtíðina, ekki einungis hjá einstaklingum, heldur heilu þjóðunum eins og Íslendingum. Það hefur nefnilega komið í ljós að tíðni ýmissa sjúkdóma og dauðsfalla af völdum þeirra eykst með verri lífsstíl og þar eru þessir áhættuþættir efst í flokki. Reykingar, óhófleg drykkja, hreyfingarleysi og slæmar matarvenjur geta beinlínis skaðað heilsu okkar og komið okkur í gröfina óþarflega snemma.

Lífsgæði

Almenn lífsgæði má skilgreina sem aðgengi að helstu lífsnauðsynjum, svo sem næringu, húsaskjóli og tekjum. Við grunngæðin bætast svo atriði eins og samneyti við aðra, ánægjutilfinningar og vellíðan. Heilsutengd lífsgæði eru þau atriði sem tengjast beint heilsunni, takmörkunum hennar, upplifun á henni og því hvernig einstaklingnum finnst honum ganga að njóta lífsins miðað við heilsufarslegt ástand. Þetta snýst nefnilega ekki bara um að vera laus við sjúkdóma. Við gleymum okkur í daglegu amstri, rönkum svo við okkur og förum í átak – en við gleymum gjarnan heildarmyndinni og horfum á útlitið frekar en gæðin í lífinu og hvað þau eru mikilvæg.

Í fjallgöngu við Skálavík (Vestfjörðum) síðasta sumar með Ragnheiði Ólafsdóttur. „Þar sem drifkrafturinn kom mér í gönguna og nú reyni ég að hafa það sem vana með því að ganga á fjall í hverri viku. Markmiðið er að komast auðveldlega í dagsgöngu. Undirbúningurinn og að fara í göngu í hverri viku, verður að vana með tímanum.“

Geðheilbrigði

Lífið bíður upp á margbreytileika og andstæður eins og gleði og sorg. Við margvíslega upplifun í litrófi lífsins geta aðstæður valdið kvíða og áhyggjum sem eru eðlileg viðbrögð huga og líkama. Allir upplifa eðlilegar sveiflur í líðan en geðraskanir eru líka algengar og valda varalegri fötlun og ójöfnuði í heilbrigðismálum. Nær þriðjungur þeirra sem búa við varanlega örorku á Íslandi eru það vegna geðraskana. Það er algengasta ástæða örorku í okkar samfélagi og geðraskanir eru líka meðal fimm algengustu orsaka þess að fólk þarf að hverfa frá vinnu um skemmri tíma. Fimmtungur Íslendinga undir 60 ára aldri þjást af geðröskunum, og eykst hlutfallið með aldri, af þeim sem hafa náð 75 ára aldri eru 35% með greindar geðraskanir. Það er því mikilvægt að við horfum á geðheilbrigði í næringarráðgjöf og tökum það með inní dæmið ef gera á breytingar.

Sjálfsmat

Gott sjálfsmat er einn af þeim þáttum sem stuðla að jákvæðu geðheilbrigði. Sjálfsmynd og sjálfstraust manneskju hefur áhrif á námsgetu, atorkusemi, tilfinningaleg viðbrögð og félagsleg samskipti. Þeir sem hafa góða sjálfsmynd og sjálfstraust eru líklegri til að ná árangri í lífinu og þora að takast á við áskoranir. Þegar okkur líður vel erum við líka skemmtilegri félagsskapur og eigum auðveldara með að tengjast öðru fólki. Sjálfstraust hjálpar einstaklingum að trúa á eigin getu og bregðast við hegðunarbreytingum, til dæmis að auka hreyfingu eða bæta mataræði. Ef þú lítur í spegilinn og líkar vel við manneskjuna sem þú sérð eru miklu meiri líkur á að þig langi að gera eitthvað gott fyrir hana.

Heildræn næringarráðgjöf og jákvæð næringarfræði

Með heildrænni næringarfræði er hægt að setja saman og beita nýrri aðferð sem kallast jákvæð næringarfræði og felst í að virkja einstakling til ábyrgðar. Næring er nefnilega meira en bara það sem við veljum að borða. Heilbrigði okkar veltur á svo mörgu öðru og þess vegna er heildræn nálgun sem tekur tillit til allra ofangreindra þátta líkleg til árangurs.

Lífsstíll og lífsgæði er par sem er svo óskaplega mikilvægt til að ná árangri í lífinu. Það er árangur að líða vel og njóta góðrar heilsu. Allir geta unnið að því að efla heilsuna og tileinka sér jákvæðan lífsstíl – en áhuginn og drifkrafturinn þarf að vera til staðar. Við þurfum að mynda jafnvægi á milli líkamlegra þarfa, tilfinninga, félagslegrar, andlegrar og vitsmunalegrar heilsu. Að gera breytingar getur því verið sambland af lærdómi, núvitund, drifkrafti og hæfni til að taka skrefið. Mikilvægur þáttur í þessu ferli er aðgengi að jákvæðum og skiljanlegum upplýsingum. Við viljum fá upplýsingar sem við skiljum og eru auðveldar að fara eftir og þar með að tileinka sér sem vana.

Ráðgjöf Betu Reynis er staðsett í Sjúkraþjálfun Sporthússins, og stuðningur og samvinna við aðra fagaðila er aðgengileg. Beta beitir heildrænni og jákvæðri nálgun þar sem einstaklingurinn er virkjaður til ábyrgðar út frá sögu hans og ástandi. Saga einstaklingsins er mikilvæg, sömuleiðis ástæða þess að hann vill gera breytingar. Í sameiningu er unnið að þeirri lausn sem talin er geta skilað árangri til að bæta ástandið og leiða til betri heilsu og lífsgæða.

Með kveðju Beta Reynis

Beta Reynis býður upp á heildræna næringarráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki og er með síðu á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Er með tilboð frá Sádí á borðinu

Er með tilboð frá Sádí á borðinu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vendingar í fréttum af ungstirninu – United tekist að sannfæra hann

Vendingar í fréttum af ungstirninu – United tekist að sannfæra hann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndband stórstjörnunnar sem hefur verið harðlega gagnrýnt – „Mamma þeirrra er frá Kamerún og pabbi þeirra frá Nígeríu“

Sjáðu myndband stórstjörnunnar sem hefur verið harðlega gagnrýnt – „Mamma þeirrra er frá Kamerún og pabbi þeirra frá Nígeríu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Benitez nú orðaður við starfið

Benitez nú orðaður við starfið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.