Prinsessa Japan, Mako, hefur ákveðið að afsala titlinum til þess að geta gifts manni, Kei Komuro, en hann tilheyrir almúganum. Parið tilkynnti trúlofun sína um helgina, en þau kynntust þegar þau voru nemar í alþjóðlega kristilega háskólanum í Tokyo.
Komuru starfar sem aðstoðarmaður á lögfræðistofu og þar sem hann er ekki prins þá verður Mako að hafna prinsessutitlinum til þess að mega giftast honum.
Frá árinu 1947 hafa konur í Japan ekki getað erft krúnuna og einnig hafa þær ekki þurft að segja af sér titlinum þrátt fyrir að þær gifti sig. Föðurbróðir Mako er núverandi krúnuprins og á eftir honum í erfðaröðinni er faðir Mako og bróðir hennar.
Áhyggjur hafa vaknað meðal Japana vegna málsins og um framtíð stjórnar og laga landsins. Komuru hefur ekki viljað tjá sig um málið hingað til, en hefur sagt að hann sé tilbúinn til þess að ræða málið þegar réttur tími gefst.