Veitingarstaðinn Kitchen and wine á 101 hótel ættu flestir að þekkja en þeirra nýjasta konsept, Raw bar, hefur farið vel af stað. Um er að ræða ferska smárétti úr sjó ostrur, humar, hörpuskel, laxatarta og fleira spennandi öll fimmtudags til laugardagskvöld í vetur. Þá er kokkur í salnum sem eldar þar smárétti fyrir matargesti sem fara sáttir frá borði eftir upplifun kvöldsins. Fyrir þá sem hrífast ekki að sjávarréttum er ekkert að óttast því matseðillinn er fjölbreyttur og hentar öllum.
Yfirmatreiðslumeistarinn á Kitchen and wine, Hákon Már Örvarsson, er einn af okkar færustu matreiðslumönnum, hann segir þetta hafa farið frábærlega af stað og viðbrögðin framar öllum vonum. Smáréttir eru vinsælir um þessar mundir og sú menning að aukast að fólk kíki inn í smárétti og kampavín. Raw bar réttirnir eru á frábæru kynningarverði núna fyrstu helgarnar og um að gera að kíkja við og upplifa stemminguna.
Á myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig stemmingin er um helgar á Kitchen and wine.