fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Nýtt tónlistarmyndband með The Retro Mutants: „Vildum hafa það sem skemmtilegast fyrir áhorfandann“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. september 2017 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska hljómsveitin The Retro Mutants gaf út sína fyrstu plötu í júní síðastliðnum, „The Retro Mutants.“ Hljómsveitina skipa Bjarki Ómarsson, Viktor Sigursveinsson og Arnar Hólm.

„Platan er öll samin með gömlu Retro hljóðunum sem allir þekkja og kynþokkafulla tenór saxófón sólóunum. Þessi plata er samin til að hvetja fólk til að brosa og vekja upp litríka tímabilið,“

sagði Bjarki í samtali við Bleikt í júní.

The Retro Mutants – F.v.: Arnar Hólm, Bjarki Ómarsson og Viktor Sigursveinsson

Sjá einnig: The Retro Mutants gefa út sína fyrstu plötu: „Sumarlegur fýlingur sem ætti að fá hvern einasta fýlupúka til að brosa“

Nú hefur hljómsveitin gefið út sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið „I Will Be Fine.“ Myndbandið er eins konar kynning á hljómsveitinni en það sýnir uppruna sveitarinnar, hvernig þeir urðu geislavirkir og af hverju þeir eru með grímur.

„Við höfum verið að vinna í þessu myndbandi í sumar. Logi Sigursveinsson sá um leikstjórn og við fengum til liðs með okkur fullt af frábæru hæfileikaríku fólki til að gera þetta myndband sem skemmtilegast fyrir áhorfandann. Við erum virkilega þakklátir öllum fyrir hjálpina sem við fengum,“

segir Bjarki í samtali við Bleikt. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

The Retro Mutants ætla bráðlega að halda útgáfutónleika en dagsetning verður tilkynnt síðar. Þeir eru um þessar mundir á fullu að undirbúa atriðið sitt og stefna að því að gefa út annað myndband, jafnvel tvö, áður en þeir kynna nýtt efni.

„Við erum nú þegar byrjaðir að semja og taka upp efni sem við stefnum að gefa út um jólin. Þannig það er alveg hellingur í gangi hjá okkur.“

Fylgstu með The Retro Mutants á Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Allt klappað og klárt fyrir skipti Greenwood

Allt klappað og klárt fyrir skipti Greenwood
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sverrir verið seldur á svakalegar upphæðir – Blikar græða vel

Sverrir verið seldur á svakalegar upphæðir – Blikar græða vel
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eru í miklu sambandi við Trent sem er opinn fyrir því að fara

Eru í miklu sambandi við Trent sem er opinn fyrir því að fara
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hörður hafði vart undan við að eyða líflátshótunum og ógeðfelldum ummælum – „Djöfull er þetta lasið“

Hörður hafði vart undan við að eyða líflátshótunum og ógeðfelldum ummælum – „Djöfull er þetta lasið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeildin: Ótrúleg dramatík í Írlandi er Víkingar duttu úr leik – Nikolaj klikkaði á víti á 98. mínútu

Meistaradeildin: Ótrúleg dramatík í Írlandi er Víkingar duttu úr leik – Nikolaj klikkaði á víti á 98. mínútu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu nýjustu treyjurnar – Varatreyjan fær algjöra falleinkunn

Sjáðu nýjustu treyjurnar – Varatreyjan fær algjöra falleinkunn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sveindís segist vera heil heilsu: ,,Þetta er bara lúkkið, ætlaði að líta út fyrir að vera geðveikt sterk“

Sveindís segist vera heil heilsu: ,,Þetta er bara lúkkið, ætlaði að líta út fyrir að vera geðveikt sterk“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu markið: Sveindís alltof góð fyrir pólsku vörnina

Sjáðu markið: Sveindís alltof góð fyrir pólsku vörnina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.