Vefjurnar eru líka snilld ef maður á afgang af kjúklingi frá fyrri máltíð. Það er heldur ekki ástæða til að fylgja uppskriftinni alveg, kjúklingur, avókadó, jógúst og krydd
eru uppistaðan og síðan má nota annað með sem til er í ísskápnum.
Þegar búið er að hræra blönduna þá er afgangurinn leikur einn: smyrja blöndunni á vefjurnar og rúlla upp. Þær má síðan skera niður og borða strax eða
frysta til að nota síðar.
2 bollar af skornum kjúkling
1 þroskaður og stappaður avókadó
2 – 4 matskeiðar grísk jógúrt
1 ½ – 2 teskeiðar limesafi
2 matskeiðar af fínskornum rauðlauk
2 blaðlaukar skornir
½ teskeið svartur pipar
¼ teskeið salt
½ teskeið hvítlauksduft
1 ½ teskeið kóríander eða steinselja skorin
½ bolli rifinn ostur
5 – 6 tortillur